Saga - 2017, Síða 170
þessari þjóðernisglötun og að landstj. hefir gefið út rit í sama skyni og
látið landssjóð kosta útgáfuna. Jeg tala hjer um svo nefnda klepp -
skinnu.67
Hér var ritið Íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár frá 1915
uppnefnd Kleppskinna. Rökin sem Bjarni setti fram eru annars af sömu
rót og þau sem hann hafði notað áður og vitnað var til hér að fram-
an. Í framsöguræðu sinni ræddi hann að venju um varðveislu tung -
unnar en sótti nú líkingar í smiðju faraldsfræðinnar til að lýsa land-
töku ættarnafna hér á landi: „Þetta var svipað vægri „influenseu“
eða landfarsótt, sem berst hingað stundum frá Norðurlöndum. En
er nítjánda öldin leið, elnaði sóttin, er nýir sýklar bárust úr Vestur -
heimi, svo sem fór um landfarsóttina miklu, er gerðist að drep -
sótt.“68 Ýmsir þingmenn snerust gegn frumvarpinu. Jón Þorláksson
lagði einfaldlega til að málinu yrði vísað til nefndar og viðurkenndi
síðar að markmið hans hafi verið það að reyna að svæfa málið:
„Þetta frv. sje ein fjarstæða frá upphafi til enda, af því að það gengur
alt of nærri persónulegum rjettindum manna …“.69 Bjarni svaraði
með því að benda á að í samfélaginu væru menn þvingaðir á ýmsan
hátt, til dæmis með lögreglusamþykktum, auk þess sem allt uppeldi
væri „meira og minna þvingun …“.70 Jakob Möller var einn þeirra
sem hvað harðast snerust gegn frumvarpi Bjarna. Hann taldi að það
væri ekki merki um „skort á þjóðernisrækt“ að menn vildu halda í
þennan „sameiginlega kjörgrip ættar sinnar.“ Með frumvarpinu
væru menn „sviftir eign, sem þeim er dýrmætari en venjuleg fjár-
rjettindi eða eign.“71
Málið varð hins vegar ekki útrætt á þinginu. En Bjarni var ekki
af baki dottinn og bar frumvarpið fram aftur á þinginu 1924, þó með
þeim breytingum að nú skyldu allir þeir sem bæru ættarnöfn fá að
bera þau til æviloka. Frumvarpið komst hins vegar ekki á dagskrá
þingsins, reyndar að beiðni Bjarna sjálfs sem þá var kominn í veik-
indaleyfi.72 Því gerðist það að hann bar frumvarpið fram í þriðja
sinn árið 1925. Og nú fékk það bæði þinglega meðferð og afgreiðslu.
ættarnöfn — eður ei 169
67 Alþingistíðindi 1923. A, bls. 246.
68 Alþingistíðindi 1923. C, d. 873.
69 Sama heimild, d. 879 og 886–887.
70 Sama heimild, d. 888–890.
71 Sama heimild, d. 879 og 895.
72 Bjarni Jónsson, „Nýmenning — nafnamenning. kristján Albertsson enn á
ferðinni“, Lögrjetta 22. júlí 1924, bls. 3.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 169