Saga - 2017, Síða 173
Það lýsir vel andanum í þinginu á vormánuðum 1925 að þegar
frumvarpið um bann við ættarnöfnum var til umræðu bar fjárveit-
inganefnd neðri deildar fram allmargar breytingartillögur sem gengu
út á að gera ættarnöfn útlæg úr fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1926.
Þannig voru einstaklingar sem raunverulega báru ættarnöfn kenndir
við feður sína en ættarnöfn þeirra höfð í sviga aftan við. Það skyldi
til dæmis ekki lengur talað um Sigurð Nordal heldur um Sigurð
Jóhannsson (Nordal). Bjarni frá Vogi sat í nefndinni og átti vissulega
mikinn þátt í þessari tilraun. Fleiri höfðu sig þó í frammi. Tryggvi
Þór hallsson, þingmaður Strandamanna, sagði meðal annars: „Jeg vil
þá þegar og í eitt skifti fyrir öll víkja að þeim brtt. fjvn. [þ.e. breyting-
artillögum fjárveitinganefndar] er ganga í þá átt að fylgja fornum og
þjóðlegum sið og kenna hvern mann til föður síns, en fella hins vegar
niður ættarnöfn. Nefndin lítur öll svo á, að sjálfsagt sje að efla þá
þjóðræknisöldu, sem þegar er risin til útrýmingar ættarnöfnum.“83
Þarna fannst ýmsum þingmönnum að of langt væri seilst: „Mjer
virðist engin ástæða til annars en þeir Sigurður Nordal og Halldór
kiljan Laxness fái að halda nöfnum sínum rjettum og óbreyttum,
eins og aðrir menn, sem getið er í fjárlögunum“, sagði til að mynda
Magnús Jónsson, þingmaður Reykvíkinga.84 Raunar virðist sem
óvenjumargir þingmenn hafi haft brennandi áhuga á að styrkja
íslenskt mál á þessum tíma. Það sést meðal annars á því að ófáir
þingmenn vildu hreinsa fjárlagafrumvarpið af nýlega innfluttum
orðum. Í staðinn fyrir límonade skyldi talað um gosdrykki og í stað
Ísafjarðar skyldi vísað til Skutulsfjarðareyrar. Allar þessar tillögur um
breytingar á eiginnöfnum og örnefnum voru reyndar dregnar til
baka við lokaafgreiðslu fjárlaga.85 Ef til vill er þessi bjartsýni meðal
andstæðinga ættarnafna til marks um að eitthvað sé til í þeim orð -
um Guðmundar G. Hagalíns, sem vitnað var til hér að framan, að
andstæðingarnir hafi verið fullir hofmóðs, vitandi að þeir höfðu líf
heillar ríkisstjórnar í hendi sér.
Þá má horfa til hinna miklu umræðna sem fylgdu í kjölfar útgáf-
unnar á ættarnafnaskránni, sem sumir andstæðingar ættarnafna
uppnefndu Kleppskinnu.86 Árið 1916 hljóp einmitt mikill vöxtur í
páll björnsson172
83 Alþingistíðindi 1925. B, bls. 618.
84 Sama heimild, bls. 682.
85 Sama heimild, bls. 782‒783. Þetta deiluefni rataði líka í landsmálablöðin; sjá
t.d. „Ættarnöfn og Alþingi“, Lögrjetta, 8. apríl 1925, bls. 4.
86 Elsta dæmið um þetta uppnefni er eftirfarandi: „Íslenzk tunga“, Fréttir 30. júní
1918, bls. 1.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 172