Saga - 2017, Page 175
Niðurlagsorð
Togstreitan um hvort ættarnöfn ættu að vera heimil hérlendis á ára-
tugunum kringum aldamótin 1900 einkenndist af tilraunum til að
skapa sameiginlegt minni, að Íslendingar myndu annaðhvort sam -
ein ast um að varðveita það sem eftir væri af norðurevrópskri nafna-
hefð, og með því skapa Íslandi sérstöðu, aðgreina íslenska menn -
ingu betur frá menningu nágrannalandanna, eða að Íslendingar
myndu taka upp ættarnöfn að hætti nágrannaþjóðanna hefja sig
þannig upp úr fásinni gamla samfélagsins og komast hjá því að vera
álitnir villimenn. Augljóst er að hjá öllum sem tjáðu sig um skipan
íslenskra mannanafna á því tímabili sem hér er til umfjöllunar, sama
hvaða skoðanir þeir höfðu á þessum málum, má greina þrjú grund-
vallarstef hjá þeim öllum, það er að segja trúna á þjóðernið, einstak-
lingsfrelsið og að Ísland stæði jafnfætis „menntuðum“ og „siðuð -
um“ þjóðum.
Eins og gilti um flest pólitísk mál á því árabili sem þessi grein
spannar voru það karlmenn sem stýrðu umræðunni og létu hana
snúast um sig. Þegar rætt var um ættir fólks var, svo dæmi sé tekið,
einungis horft til karlleggjanna; inn í þá skyldi kvenfólkið renna.
konur virðast þó hafa blandað sér dálítið í umræðuna og má segja
að sjónarmið þeirra hafi skipst í tvö horn eins og meðal karlanna.
Ýmislegt bendir til þess að andstaðan við ættarnöfn hafi í stórum
dráttum vaxið í hlutfalli við fjölgun ættarnafna á áratugunum kring-
um aldamótin 1900. Lögin sem samþykkt voru á þingi árið 1913,
þegar ættarnöfn voru leyfð, sýna þó að þessi tengsl milli fjölgunar-
innar og andstöðunnar voru ekki einhlít. Skýringin á þessari undan-
tekningu kann að vera sú að á þeim árum hafi setið óvenjumargir
karlar á þingi sem höfðu búið erlendis um langt skeið. Þá virðast
sumir hafa snúist gegn ættarnöfnum þegar þeim var ljóst að allir
gætu orðið sér úti um ættarnafn, einnig þeir efnaminni. Ýmislegt
benti þannig til þess að ættarnöfn yrðu ekki lengur kennileiti mennta -
manna og erlendra kaupmanna. Þetta atriði er áhugavert í ljósi þess
að þróunin var með öðrum hætti í nágrannalöndunum, þar sem
yfirvöld lögðu ríka áherslu á að allir þegnar tækju upp ættarnöfn.
Til að útskýra ættarnafnabannið sem var lögfest árið 1925 verður þó
fyrst og fremst að horfa til uppgangs pólitískrar þjóðernishyggju hér
á landi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar en hún birtist meðal ann-
ars í tilurð nýrra lýðræðislegra fjöldahreyfinga, þar á meðal hinnar
þjóðernislegu ungmennahreyfingar.
páll björnsson174
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 174