Saga - 2017, Blaðsíða 179
fjarskyldari ættingja. Þeir ómagar sem enga áttu að skyldu hins
vegar vera á framfærslu hreppsins og voru þeir færðir rétta boðleið
milli bænda í hreppnum. Því auðugri sem bóndinn var því lengur
skyldi hann framfæra ómagann, samkvæmt ákvörðun hreppstjór-
anna, og bar bóndi ábyrgð á ómaganum meðan hann var á hans
framfæri.3
Loftur og Helgi benda einnig á að í Viðey hafi verið hospital þar
sem 12 ómagar voru á framfæri þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð
árið 1704.4 Einnig hafi klaustrin á Munkaþverá, Skriðu og í kirkju -
bæ haft 12 einstaklinga á framfæri sínu þegar komið var fram á 18.
öld. klaustrin hafi því tekið þátt í fátækraframfærslu áfram.
Mikilvægustu rök Vilborgar fyrir aðkomu klaustranna og kirkj-
unnar að fátækramálum er bréf Íslandskaupmanna í Hamborg árið
1539–40 þar sem sagt er að meira en 40 fátæklingar séu aldir daglega
í klaustrinu í Viðey. Þeir Helgi og Loftur hafa hins vegar efasemdir
um að sú hafi verið raunin og telja að setningin sé byggð á misskiln-
ingi því bréfið fjalli um nauðsyn þess að stofna skóla og fátækrahæli
í Viðey. Hér sé því verið að leggja til að 40 fátæklingar verði aldir í
fátækrahælinu auk þess sem bréfið sé skrifað eftir að Diðrik frá
Minden hafði lagt klaustrið undir krúnuna og því hætt að reka það
sem trúarstofnun. Ekki verður betur séð en þeir Helgi og Loftur geri
ráð fyrir því að takmörkuð starfsemi hafi verið í klaustrinu fyrst eftir
að það var lagt undir konung og svo virðist sem flestir aðrir, sem
um málið fjalla, séu á svipaðri skoðun þótt það sé ekki sagt beint.
Það sem menn virðast byggja þetta mat á er frásögn í „Sögu-þætti
um Skálholts biskupa fyrir og um siðaskiptin“ en hún er á þessa
leið.
En á hvítasunnu-morgun fyrir sólu — bar þá hvítasunnu á sunnudag
eptir fardagaviku — anno 1540 [1539] tóku þeir Didrich sér bát í
Laugarnesi, áttæring, og ryru til eyjarinnar xiiij saman, með einum
íslenzkum, sem var Ólafur Íngimundarson, hestamaður þeirra — var
ábótinn í landi í sínum fardögum eður útvegum — ráku þeir burt
fólkið, slóu og börðu og hröktu mennina, svo það tók stóran tólfæring,
er hét Thumáskollur, og flúði í land strax, hvert mannsbarn, og fékk sér
guðmundur j . guðmundsson178
3 Jónsbók. Útg. Ólafur Halldórsson (Óðinsvéum: Odense universitetsforlag 1970),
bls. 100–114.
4 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Útg. Bogi
Th. Melsteð (kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag í kaupmannahöfn
1923–1924), bls. 303–304.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 178