Saga - 2017, Qupperneq 180
vistir hjá fólki sínu, eður þar sem hver fékk athvarf. Annað skip var
kallað Maríusúð í Viðey, það var teinæringur; en ábótinn fór til Hóla í
Grímsnesi, því það var klausturjörð, og sat þar.5
Í frásögninni er því svo bætt við að ekki hafi fengist mannskapur til
að vinna þau störf sem inna þurfti af hendi í klaustrinu og því hafi
orðið að kalla til vinnumenn frá Bessastöðum, auk þess sem kirkjan
hafi verið brotin niður.
Í bók sinni um Gissur Einarsson og siðaskiptin byggir Tryggvi
Þórhallsson frásögn sína af Viðeyjarför nær eingöngu á þessari frá-
sögn og telur að heimildarmaður sé Egill Einarsson, faðir Jón Egils-
sonar þess er samdi Biskupa-annál, og hann hafi jafnvel skráð hana
eftir föður sínum. Tryggvi færir reyndar enn meira í stílinn en
sagnaþátturinn:
Þeir félagar fara landveg að Laugarnesi, fá þar áttæring og róa honum
til eyjarinnar. Alexíus ábóti er í landi eins og áður er sagt. Hann gerir
sér það til erindis að vera að heimta inn tekjur af klaustursjörðum. Það
er forystulaus lýður sem í eynni er, vörn verður því engin. Fát kemur á
fólkið, enda spara ræningjarnir hvorki högg né misþyrmingar. Þegar
þeir hafa svalað skapi sínu, svo sem þeim nægir, leyfa þeir fólkinu að
forða sér í land á bátum. Og nú kemur vel fram hvað Egill, sem er aðal-
sögumaðurinn um þetta, er kunnugur: hann veit jafnvel hvað skipin í
Viðey heita. Fólk fær fæði og skýli í landi eftir því sem föng leyfa, en
ræningjarnir ræna og skemma í klaustrinu. Þeir hafa auðvitað á burt
með sér allt, sem fémætt er, og skemma margt annað, fyrst og helst
helga dóma kirkjunnar og klaustursins, sem ekki voru svo dýrmætir í
augum þeirra að þeir vildu heldur stela þeim.6
Um þessa atburði segir Tryggvi annars staðar í bók sinni: „Það er
varla nokkur viðburður frá 16. öld sem til eru jafngóðar sagnir um
og jafnmörg skjöl og skilríki og Viðeyjarránið og þann eftirleik allan.
Þar er ekkert atriði er verulegu máli skiptir, sem vafi leikur á hvernig
hafi verið.“7 Það er rétt hjá Tryggva að um þessa atburði eru til
„jtem fatige folck … j vett smor“ 179
5 Biskupa sögur II. „Söguþáttur um Skálholts biskupa fyrir og um siðaskiptin“.
Útg. Jón Sigurðsson og Guðbrandur Vigfússon (kaupmannahöfn: Hið íslenzka
bókmenntafélag 1878), bls. 241–242. Útgefendur Biskupasagnanna telja þáttinn
saminn í Skálholti rétt fyrir aldamótin 1600.
6 Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin (Reykjavík: Gefin út
af börnum höfundar 1989), bls. 66–67.
7 Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson, bls. 64.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 179