Saga - 2017, Page 182
Skömmu seinna, 17. september, vinna tveir aðrir menn, Jón prestur
Jónsson og Þórhallur Einarsson, eiða að vitnisburði sem er næstum
orðrétt eins.
Þann 30. júní 1540 rita þeir Jón Arason biskup, Ari lögmaður
Jónsson o.fl. bréf til kristjáns konungs III. á Öxarárþingi, þar sem
fjallað er um framferði konungsfulltrúa og hans manna en einnig
drápið á Diðrik frá Minden og hans mönnum og hlut Ögmundar
biskups í því máli. Þar er fullyrt að umboðsmaður konungs, klaus
van der Marvitzen, hafi verið með í Viðeyjarför:
for nefndur Claws med sinum monnum nottina fyrir huitasunnodag
vpp a eitth munka klaustur sem videy kallazth toku hans menn þar folck it
nakit j sinum sængum og einn partt af þui folcke slogu þeir og særdu og
einn partt baurdu þeir og bundu fyri vtan sauk. toku sidan klausrid og
alla klaustursins peninga fasta og lausa og hielldu suo klaustrid at þar
giorduzt ecke messur eda veniuligt embætte sem þar hefer veniuligt
verit j langa forlidna tijma. Eydde hann med sinum monnum og j brutth
hafde meir enn xx vxa gamla og meir enn .c. saude gamla og meir enn
vij M. fiska at skiluisra manna sogn og vitnisburde et cet.10
Þessi lýsing er í samræmi við lýsingar Alexíusar og vitnanna, fyrir
utan að þarna eru nánari upplýsingar um hvað var tekið úr búi
klaustursins. Hvergi er minnst á að fólkið hafi flúið eða verið rekið
í burtu eða að önnur starfsemi klaustursins en hin trúarlega hafi
rask ast alvarlega, eins og orðið hefði ef mannskapurinn hefði verið
rekinn burt eða flúið. Ef sú var raunin verður að teljast mjög líklegt
að Alexíus, vitnin og Jón biskup hefðu notað slíkt ástand til að berja
enn frekar á hirðstjóra enda hefði slík hegðun verið, svo vægt sé til
orða tekið, heimskuleg ef það var ætlun konungs að kasta eign sinni
á klaustrið og góss þess til að hafa af því tekjur. Slíkt hefði einnig
verið í fullkominni andstöðu við umboðsbréf klaus van der Mar -
vitzen til Diðriks frá Minden, frá 2. júlí 1539, en þar segir:
Suo og hefi ek bíjfalad honum klaustrid j uidey. med aullu þui sem þar
til heyrer. gaurdum. gozsi. kuiku. daudu. faustu og lausu. skal hann
jarder býggia. leigur og landskýllder upp bera suo sem þar hefer ad
fornu uerid. og adrer radamenn hafa þar upp borid klaustursens
uegna. þeir sem fyrir hann uerid hafa.11
„jtem fatige folck … j vett smor“ 181
10 DI X, bls. 538.
11 DI X, bls. 449.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 181