Saga - 2017, Blaðsíða 185
Til viðbótar hafa þurfamennirnir væntanlega fengið mjólkurafurðir
sem framleiddar voru í eynni, áfir eða mysu að drekka og ost.
Einnig má reikna með að þeir hafi fengið kjöt á stórhátíðum og þá
hugsanlega öl með. Það væri því mögulegt að halda lífinu í 10 til 12
mönnum á þessum skammti af hitaeiningum og þá er miðað við að
þeir vinni ekki erfiðisvinnu. Þetta gerir því nokkurn veginn sama
fjölda þurfamanna og var í Viðey 1647–1648 og 1704, eins og áður
hefur komið fram.22
En til eru fleiri heimildir um fátækraframfærslu í klaustrunum
eftir siðaskipti sem eru eldri en manntalið, Jarðabók þeirra Árna og
Páls og áðurnefndir lénsreikningar. Í umfjöllun sinni um máldaga
Bessastaðakirkju í Fljótsdal segir Jón Sigurðsson:
sumarið [1641] (6. August) þegar Brynjólfr biskup Sveinsson visiteraði,
er ekki talin kirkja á Bessastöðum, heldr er jörðin talin með Skriðu
klaustrs jörð um, og þess getið, að í notum Bessastaða forsorgast heima
á klaustrinu átta ærgilda ómagi.
Í máldaga kirkjunnar frá 1203 er þess getið að sá sem situr jörðina
skuli verja ákveðinni upphæð til framfærslu ómaga.23
Í hópi þeirra sem héldu Þykkvabæjarklaustur var Jakob Hannes -
son koch. Meðan hann var klausturhaldari skipaði hann Leiðvallar -
hreppstjóranum að færa sér um haust 12 menn fátæka.24
Í þeim máldögum klaustra sem ég hef kannað er hvergi getið um
þurfamannaframfærslu fyrir siðaskipti. Hins vegar sýna fornleifa-
rannsóknir að tekið var á móti sjúkum til lækninga í Skriðuklaustri.
Þær segja þó ekkert um það hvar þeir sjúklingar sem læknuðust
guðmundur j . guðmundsson184
22 Það sem þurfamennirnir í Viðey fengu, samkvæmt bókhaldi séra Jóns, voru
720 fiskar (gert er ráð fyrir stórum hundruðum), ein vætt smjörs, sem er ein-
hvers staðar milli 34,4 og 38,7 kg, samkvæmt útreikningum Gunnars
karlssonar í Inngangur að miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu I (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2007), bls. 286. Hér er þó miðað við 40 kg til hægræðis og
tunnu af korni sem gert er ráð fyrir að hafi verið um 100 kg. Rétt er að taka
fram að tímalengd framfærslunnar var ákveðin áður en reiknað var út hve
marga þurfamenn var hægt að fæða.
23 DI. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn I, 834–1264. Útg. Jón Þor -
kelsson (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1857–1876), bls. 341–
342.
24 Árni Magnússon, „Um klaustrin“, bls. 43. Ekki hafa fundist neinar upplýsingar
um hvenær koch var klausturhaldari en hann mun hafa haft sýsluvöld í
Skaftafellssýslu í byrjun 17. aldar og því er ekki ólíklegt að hann hafi einnig
haldið klaustrið á sama tíma.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 184