Saga - 2017, Page 191
hafa sama gagn af myndavélinni og vefjafræðin af smásjánni.13
Þessi einstaka mynd varpar þó ekki síst ljósi á mikil og merkileg
áform sem Schierbeck hafði á Íslandi.
Hvað vildi Schierbeck gera til að bæta
aðbúnað geðveikra á Íslandi?
Í október árið 1900 birtist frétt í Reykjavíkurblaðinu Ísafold undir fyr-
irsögninni „Geðveikraspítali væntanlegur“. Í fréttinni kom fram að
tengdamóðir Christians Schierbecks, nema í Læknaskólanum í
Reykjavík, jústizráðsekkjan Hostrup-Schultz, ætlaði að leggja fé til
starfseminnar.14
Eina skilyrðið fyrir þessari höfðinglegu gjöf, sem kunnugt er um að svo
stöddu, er það, að landið leggi til einhverja þjóðjörðina undir spítalann.
Þar á móti er ófrétt enn, hvernig gefandinn muni ætlast til að verði
hagað um kostnaðinn við spítalahaldið.15
Í lok greinarinnar biðlaði Schierbeck til ættingja geðveikra einstak-
linga um að senda upplýsingar um meðferð þeirra og æviágrip.
Þetta rímar vel við endurskoðun fræðimanna á undangengnum
árum á eldri hugmyndum um að geðspítalar 19. aldar hafi verið leið
yfirvalda og lækna til að einangra og setja geðveika til hliðar í sam-
félaginu. Nýrri fræðileg sjónarmið leggja frekar áherslu á að læknar
og embættismenn hafi leitað eftir vitneskju hjá geðveiku fólki og
aðstandendum þess um hvernig standa skyldi að uppbyggingu
geðveikrahæla. Oft leiddu þessi samskipti til samvinnu um það
hvernig best væri að standa að því að bæta geðheilbrigðisþjón-
ustuna.16 Árið eftir skrifaði Christian Schierbeck grein í Andvara og
sigurgeir guðjónsson190
13 Hér má sérstaklega benda á rannsóknir Jean Martin Charcot (1825–1893) og
aðstoðarmanna hans á Salpêtrière-spítalanum frá árinu 1875 fram yfir 1880.
Ýmsar myndasyrpur má finna af konum sem taldar voru hysterískar. Elaine
Showalter, The Female Malady. Women, Madness and English Culture 1830–1980
(London: Virago 1987), bls. 149–154.
14 Ísafold 20. október 1900, bls. 259.
15 Sama heimild, sama stað.
16 Christian Schierbeck, „Nokkur orð um geðveikrahæli á Íslandi,“ Andvari 26
(1901), bls. 211; Lbs.-Hbs., Sigurgeir Guðjónsson, Aðbúnaður geðveikra á Ís -
landi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala, bls. 189−193. Hér má einnig
nefna Nancy Tomes, The Art of Asylum Keeping. Thomas Story Kirkebride and the
Origins of American Psychiatry (Philadelphia: University of Pennsyl vania
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 190