Saga - 2017, Page 192
kynnti hugmyndir sínar um stofnun geðspítala á Íslandi. Í greininni
taldi hann tímabært að útfæra hugmyndir sínar nánar og ætlaði
hann í framhaldinu að kynna þær fyrir landshöfðingja og Alþingi.
Í bréfi til Alþingis 12. júlí 1901 lagði Christian Schierbeck fram
fyrstu mótuðu hugmyndirnar um stofnun sérbúins spítala fyrir
geðveika á Íslandi. Reyndar vann Schierbeck ekki einn að því að
móta hugmyndirnar því hann nefndi að Guðmundur Björnsson
héraðslæknir og Jónas Jónassen landlæknir hefðu veitt sér aðstoð og
ráðleggingar.17 Undirbúningurinn að geðspítalastofnuninni átti
allan hug Schierbecks um þetta leyti og lét hann þau boð út ganga
að hann hefði takmarkaðan tíma til að sinna sjúklingum sínum fram
eftir haustinu.18 Tillögur Christians Schierbeck voru í öllum aðal -
atriðum í anda greinar hans í Andvara. Þær gengu út á það að lands -
sjóður myndi leggja til jörð og rekstrarfé en hann útvegaði peninga
til að mæta stofnkostnaði. Rekstrarfénu var ætlað að kosta matar-
innkaup, raflýsingu, eldivið, viðhald, fatakaup og laun handa starfs-
fólkinu. Hann tók fram hvaða kostum jörðin þyrfti að vera búin til
að henta sem geðspítali. Hann nefndi að lóðin þyrfti t.d. að vera af -
girt og hæfilega nærri þéttbýli til að auðvelda allan flutning á
aðföngum. Hann ætlaði sér einnig að kosta uppsetningu raflýsingar
því óheppilegt væri að treysta á olíulampa á geðspítölum. Schier -
beck taldi jafnframt nauðsynlegt að staðarval miðaðist við að auð -
velt væri að nálgast vatn því böðun sjúklinga og almennur þrifn -
aður væri nauðsynlegur í spítalahaldinu.19 Schierbeck nefndi ekki
sérstaklega hvar heppilegt væri að staðsetja spítalann. Forvígismenn
blaðsins Austra töldu sig hinsvegar hafa heimildir fyrir því að
Schier beck teldi einhverja jörðina við Þingvallavatn heppilega.20
Hugmyndir Schierbecks um geðspítala, „úti í sveit“ voru í anda
þeirrar stefnu sem hafði verið ráðandi í Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku frá fyrri hluta nítjándu aldar. Stefnunni var beint gegn
maðurinn sem kom og fór 191
Press 1994), bls. 113−118; L.D. Smith, Cure, Comfort and Safe Custody. Public Lunatic
Asylums in Early Nineteenth-Century England (Leicester: Leicester Uni versity
Press 1999), bls. 52−92.
17 Christian Schierbeck, „Nokkur orð um geðveikrahæli á Íslandi,“ bls. 211; ÞÍ.
(Þjóðskjalasafn Íslands). Skjalasafn landshöfðingja, dagbók I nr. 272. Bréf
Christians Schierbeck til Alþingis frá 12. júlí 1901.
18 Þjóðólfur 20. september 1901, bls. 180.
19 ÞÍ. Skjalasafn landshöfðingja, dagbók I nr. 272. Bréf Christians Schierbeck til
Alþingis frá 12. júlí 1901.
20 Austri 10. desember 1900, bls. 156.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 191