Saga - 2017, Blaðsíða 195
Íslandi væri vanmetinn. Hann byggði álit sitt á rannsóknum austur-
ríska læknisins Richard von krafft-Ebbing (1840−1902), sem taldi að
einn af hverjum 200 væri geðveikur í evrópskum samfélögum að
meðaltali.28 Schierbeck vildi fylgja þessu eftir og fá nákvæma tölu
geðveikra á Íslandi. Hann útbjó spurningalista sem hann sendi til
héraðslækna um land allt og áttu þeir að skrá fjölda geðveikra í sín-
um læknisumdæmum.29
Fáir héraðslæknar svöruðu og einnig kom það að takmörkuðu
gagni sem hann fékk í hendur enda efnið vandmeðfarið. Það að telj-
ast geðveikur gat verið háð huglægu mati þess heimilisfólks eða
hús ráðenda sem umgengust viðkomandi. Þá gat verið að umsjón-
araðilar þess veika vildu ekki tilkynna héraðslækninum um veik -
indi hans. Einnig gat verið breytilegt eftir héraðslæknum hvenær
skjólstæðingur taldist geðveikur og hvenær ekki.30 Einnig ber að
taka tillit til þess að hugmyndir um geðsjúkdóma breyttust nokkuð
eftir því sem leið á nítjándu öldina og misjafnt var hversu vel ein-
sigurgeir guðjónsson194
28 ÞÍ. Skjalasafn landshöfðingja, dagbók I nr. 272. Bréf Christian Schierbecks til
Alþingis frá 12. júlí 1901. kraft-Ebbing birti hugmyndirnar í ritinu Lehrbuch der
Psychiatrie sem kom út árið 1879. Hann er þekktastur fyrir rit sitt Psychopathia
Sexualis sem kom út 1886. Ritið fjallaði um kynhegðun og kynhneigð. Edward
Shorter, A History of Psychiatry, bls. 95−96.
29 Hugmyndir um fjölda geðveikra á Íslandi áttu sér nokkra forsögu. J.R. Hüberz
(1794–1855), fátækralæknir í Álaborg, lagði fram fyrstu lýðfræðilegu grein-
inguna á geðveiku fólki í danska konungdæminu árið 1843. Hann kom ekki til
Íslands en nefndi að 52 einstaklingar væru geðveikir á Íslandi. Hann reiknaði
út hlutfall geðveikra eftir ömtum og miðaði við mannfjöldatölur árið 1835. J.R.
Hüberz, Om daarevæsenets indretning i Danmark (kaupmannahöfn: Höst 1843),
bls. 33. Dönsk yfirvöld fylgdu athugunum hans eftir og létu gera talningu á
geðveikum sem fór fram samhliða almennu manntali í landinu, 1. febrúar
1845, og birtist hún í Statistisk tabelværk árið 1846. Í kjölfarið fór fram manntal
á Íslandi 2. nóvember sama ár og var samkvæmt instrúxi með manntalinu
skylt að telja geðveika. Aftur var skylt að telja geðveika í manntalinu 1850.
Skyldan féll niður í manntölunum 1855, 1860 og 1870. Aftur var skylt að telja
geðveikt fólk í manntalinu árið 1880. Það má meðal annars rekja til ábendinga
Þorgríms Johnsen, héraðslæknis í austurhluta Suðuramtsins, um slæman
aðbúnað geðveikra í ársskýrslu til landlæknis árið 1871 og umræðna í dóms-
málastjórninni sem á eftir fylgdu. Lbs.-Hbs., Sigurgeir Guðjónsson, Aðbúnaður
geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala, bls. 24−28 og
142−148.
30 Lbs.-Hbs., Sigurgeir Guðjónsson, Aðbúnaður geðveikra og umbætur yfirvalda
fyrir daga geðspítala, bls. 27.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 194