Saga - 2017, Side 196
stakir héraðslæknar fylgdust með því sem var efst á baugi í þeim
efnum hverju sinni. Hér má benda á að mikill áhugi var á svo -
kallaðri hysteríu í Evrópu á seinustu áratugum nítjándu aldar. Sjúk -
dómurinn þótti sérstaklega hrjá konur. Ýmsir íslenskir héraðslæknar
voru áfram uppteknir af hysteríunni eftir að kollegar þeirra í
Evrópu höfðu horfið frá slíkum greiningum.31 Schierbeck skellti
skuldinni á kennsluna við Læknaskólann og má því ætla að sá bóka-
kostur sem skólinn átti um geðsjúkdóma og geðlæknisfræði hafi
komið að takmörkuðum notum.32 Hann nefndi hins vegar að hann
hefði annan bakgrunn:
Hafði ég ákveðið að gera geðsjúkdómafræðina að mínu eftirlætis
viðfangsefni og lagði ég stund á fræðigreinina á sjúkrahúsum í kaup -
mannahöfn og utan hennar, sem og í útlöndum og þann tíma sem ég
hef dvalið á Íslandi hef ég reynt af stakri iðjusemi að bæta við tak-
markaða þekkingu mína á þessu sviði.33
Hann tók það reyndar fram að hann vissi ekki til þess að þeir
íslensku læknar sem hefðu tekið læknapróf frá kaupmanna hafnar -
háskóla hefðu sérhæft sig sérstaklega í geðlæknisfræði eða sýnt
greininni sérstakan áhuga. Þetta var þó ekki allskostar rétt. Dæmi
voru um að þeir létu sig geðsjúkdómafræðina varða. Í því samhengi
má nefna að Jón Hjaltalín (1807–1882) hafði, eftir próf í læknisfræði
frá kaupmannahafnarháskóla, farið til Berlínar árið 1838 og kynnt
sér aðbúnað geðveikra á Charité-spítalanum. Það var ein stærsta
spítalastofnun í Evrópu og kennslusjúkrahús Humboldt-háskólans
maðurinn sem kom og fór 195
31 Sama heimild, bls. 114−115; Elaine Showalter, The Female Malady, bls. 121−166.
32 ÞÍ. Skjalasafn landshöfðingja, dagbók I nr. 272. Bréf Christians Schierbecks til Alþingis frá
12. júlí 1901. Fyrsta bókin um geðlæknisfræði sem skólinn eign aðist var Das Lehrbuch der
Psychiatrie sem kom út árið 1879 og var eftir krafft-Ebbing. Þá mátti einnig finna óútgefna
fyrirlestra eftir Julius Althaus, Epilepsi, Hysteri og Ataxy. Árið 1894 var Oversigt over de vig-
tigste Sindssygdomsformer klinisk Optræden, til brug for Læger og Studerende, eftir Nicolaj Flindt
komin í safnið. Fyrst árið 1903 var Psychiatrie. Ein Lehrbuch eftir Emil kraepelin komin í
safnið en sú bók þykir grundvallarrit í nútíma geðlæknisfræði. ÞÍ. Skjalasafn landlæknis,
A bréfabók XVIII. bindi, 1883−1894, án blaðsíðutals; A bréfabók XVIIII. bindi, 1894−1903,
án blaðsíðutals.
33 ÞÍ. Íslenska stjórnardeildin XIX. 32. Journal 19, nr. 885. Bréf frá Christian Schierbeck til
Íslandsráðuneytis, dagsett 10. mars 1902. Frumtexti; „… gjort Sindssygdommene til mit
yndlingsstudium og studeret dem både i köben havn og på danske Sindssygeanstalter, i
Udlandet og i de Aar, jeg har op holdet mig her tillige på Island med ganske særlig Flid har
jeg bestræbt mig for at foröge mine endnu altfor ringe kundskaber i den Retning.“
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 195