Saga - 2017, Blaðsíða 204
Af þessu má sjá að atburðarásin á árunum 1901–1902 er nokkuð
margþætt. Embættismenn horfðu til vaxandi hlutverks ríkisvaldsins
við að bæta aðstæður geðveikra. Ekki var lengur eingöngu horft til
takmarkaðra framlaga einstaklinga eða félagasamtaka þegar kom að
því að reka sjúkrastofnanir.64 En Schierbeck var óþolinmóður og
fannst yfirvöld hafa sýnt sér óbilgirni. Hann hafði borið fram hótun
í bréfinu til Íslandsráðuneytisins frá 10. mars 1902. Hann ætlaði sér
að gera „journala“ sína um aðstæður geðveikra opinbera, „…i et af
de köbenhavnske Tidsskrifter for Lægevidenskab, og man vil deraf
selv kunne dömme“.65 Hann gerði það ekki. Næstu misserin vann
hann sem læknir í Lillehammer í Noregi. Hann fluttist síðan til
Ástralíu um áramótin 1906–1907.66 Frétt um andlát hans birtist í
blaðinu The Advertiser í borginni Adelaide þann 25. október 1917.67
Í fréttinni kom fram að hann hefði á árum áður starfað á Íslandi.
Ekki heppnaðist Schierbeck ætlunarverk sitt á Íslandi. Hvernig sem
það annars var, má segja að hann hafi verið vel kynntur meðal
almennings þar.68 Finna mátti þau ummæli í Þjóðólfi þann 27. júní
1902 að hann hafi „getið af sér almanna lof og almannahylli fyrir lip-
urð, nærgætni og framúrskarandi hjálpsemi við olnbogabörn lífsins,
þau sem sitja í skugganum, en njóta svo lítils af sólskini tilverunn-
ar.“69 Hafi Schierbeck þökk fyrir og vonandi naut hann sjálfur ein-
hvers af sólskininu.
maðurinn sem kom og fór 203
64 Milliþinganefndin samdi síðan tillögur í frumvarpsformi um stofnun spítala
fyrir geðveika og sendi þær til stjórnarráðsins 24. mars 1905. Guðjón Guð -
laugsson[et al.], „Frá nefndinni í fáætækra- og sveitarstjórnarmálum“, bls 5−6.
Fyrsti sjúklingurinn kom á spítalann, sem stofnsettur var á kleppsjörðinni við
Reykjavík, í maí 1907. Lbs.-Hbs., Sigurgeir Guðjónsson, Aðbúnaður geðveikra
og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala, bls. 176.
65 ÞÍ. Skjalasafn landshöfðingja, dagbók I nr. 272. Bréf frá Christian Schierbeck til
landshöfðingja, dagsett 10. mars 1902.
66 Gunnlaugur Haraldsson, Læknar á Íslandi, bls. 268. Sú rangfærsla kemur fram
í bókinni Læknar á Íslandi eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson að eftir
Noregsdvölina hafi hann flutt til Vestur-Indía og dáið þar. Lárus H. Blöndal og
Vilmundur Jónsson, Læknar á Íslandi, bls. 251.
67 The Advertiser, 27. október 1917, bls. 7.
68 Í Ísafold þann 19. apríl eru honum meðal annars þökkuð vel unnin læknisverk
vegna veikinda Þóru Nikulásdóttur. Ísafold 19. apríl 1902, bls. 84.
69 Þjóðólfur 27. júní 1902, bls. 102.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 203