Saga - 2017, Page 206
Andmæli við doktorsvörn
kristínar Bragadóttur
Föstudaginn 16. júní 2017 varði kristín Bragadóttir doktorsritgerð sína í
sagnfræði í hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð kristínar ber heitið Íslenskar
bækur erlendis. Bókasöfnun Willards Fiskes (1831–1904). Andmælendur voru
dr. Sumarliði R. Ísleifsson lektor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla
Íslands og dr. Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarlektor við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum. Aðalleiðbeinandi kristínar var Már Jóns -
son, prófessor í sagnfræði, en í doktorsnefnd um ritgerðina sátu að auki
Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnús -
sonar í íslenskum fræðum og Sveinn yngvi Egilsson prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Íslands. Hér á eftir fara andmælaræður Sumar -
liða og Þórunnar.
sumarliði r. ísleifsson
Daniel Willard Fiske var bandarískur fræðimaður sem safnaði íslenskum
bókum og ritum sem vörðuðu Ísland. Hann kom sér upp einu stærsta sér-
safni íslenskra bóka fyrr og síðar og þegar ég var ungur maður í námi í
sagnfræði hér við Háskóla Íslands, upp úr 1980, voru enn að verki tengiliðir
þessa ágæta safns hérlendis til þess að hafa uppi á öllu því sem hér hafði
verið útgefið. Þá vantaði til dæmis í safnið einn árgang af tímariti sagn fræði -
nema, Sögnum, sem þá var nýlega byrjað að koma út, og ekki var linnt látum
fyrr en eintak var fengið.
Um bókasöfnun Willards Fiske, forsendur hennar og manninn sjálfan
fjallar þessi ritgerð doktorsefnis. Fiske var Íslendingum afar hugstæður,
hans var og er oft getið í íslenskum miðlum, hann kemur t.d. fyrir í mörg
hundruð færslum á vefnum timarit.is. Jón Ólafsson ritstjóri minntist hans
svona árið 1905, ári eftir lát hans:
Enginn útlendingur, sem ekki hefir ílengst hér, hefir þekt eins vel til
Íslands og Fiske. Enginn útlendingur hefir verið réttorðari í öllu, er
hann reit um Ísland. Enginn útlendingur né Íslendingur hefir sýnt
Saga LV:2 (2017), bls. 205–220
A N D M Æ L I
Sumarliði R. Ísleifsson, lektor, Háskóla Íslands, sumarlidi@hi.is
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 205