Saga - 2017, Side 207
Íslandi jafnmikla rausn í höfðingsgjöfum. Enginn útlendingur, og fáir
Íslendingar, hafa haft svo bjargfasta trú á framtíð Íslands, og enginn
útlendingur unnað því svo heitt sem próf. Willard Fiske.1
Þessi tilvitnun segir nokkuð um hversu hugstæður Fiske var Íslendingum
og hversu vel Íslandsvininum var tekið. Sem kunnugt er var Fiske sérstakur
áhugamaður um Grímsey og færði eyjarskeggjum gjafir; þar er hann enn
heiðraður árlega og afkomendur eyjarinnar bera enn nafn hans, t.d. Willard
Fiske Ólason, skipstjóri í Grindavík, sem er ættaður úr Grímsey.
Þessi ritgerð sem við fjöllum hér um nú er mikið verk. Við andmælend-
urnir höfum skipt með okkur verkefnum á þann hátt að ég fjalla aðallega
um kenningalegan grunn verksins en Þórunn Sigurðardóttir um efnis skip -
an, bókfræði og heimildanotkun.
Ritið er hátt í 300 blaðsíður að lengd og þar er fjallað um bókasöfnun
Fiskes, markmið hans og hugmyndaheim. Ástríða höfundar kemur víða
fram og hún hefur leitað uppi flest sem tengist efninu, ferðast á slóðir hans
og meira að segja tekið viðtal við núverandi eigendur bókbandsfyrirtækis
sem hafði unnið fyrir Fiske í Flórens á sínum tíma.
Ritgerðin er því full af fróðleik. Doktorsefnið rekur kynni Fiskes af nor-
rænum bókmenntum og menningu á unga aldri, ferðir hans um Norður -
lönd og upphaf bókasöfnunar. Hún gerir grein fyrir Íslandsáhuga hans og
kynnum hans af ferðabókum um Ísland, og síðar Íslandsferð. Lesandi fær
innsýn í einkalíf Fiskes, störf hans, kennslu í Cornell-háskólanum í Banda -
ríkjunum, stuttan hjúskap og fráfall eiginkonu hans, deilur um arf eftir and-
lát hennar og hvernig Fiske hrekst frá háskólanum í Cornell vegna erfða -
mála sem leiðir til þess að hann flytur til Ítalíu og kemur sér fyrir í Flórens.
Lesandi verður vitni að því hvernig söfnunin eykst smám saman þannig
að á endanum safnar hann öllu útgefnu íslensku efni, verður þaulsafnari
eins og doktorsefni greinir þessa hegðan. Meðal þess sem hann safnar eru
„boðsbréf, markaskrár og bóksölulistar. Erfiljóð og tækifæriskvæði voru þar
í hundraðatali“ (bls. 3). Lesandi kynnist tengslaneti hans og helstu tenglum
vegna söfnunarinnar og hvernig safnarinn eykur stöðugt umsvif sín. Hann
kemur sér jafnvel upp útibúi í kaupmannahöfn til þess að sinna um verkin
áður en þau fara í hans hendur í Flórens og ræður íslenska aðstoðarmenn
þangað suður eftir.
Margt er vel gert í þessu verki og er framlag til bóksögu þar mikils-
verðast. En það er hlutverk andmælenda að horfa einkum til þess sem talið
er betur mega fara. Fyrst er sjónum beint að rannsóknarspurningum. Þær
eru þessar:
1) Hver var hvati að Íslandsáhuga Fiskes sem leiddi síðar til söfnunar
hans á íslensku prentefni?
andmæli206
1 Jón Ólafsson, „Willard Fiske“, Skírnir 79 (1905), bls. 73.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 206