Saga - 2017, Blaðsíða 208
2) Hvers konar efni lagði Fiske áherslu á að eignast?
3) Hvernig fór hann að því að eignast safnið?
4) Hvers vegna safnaði Fiske íslenskum ritum?
5) Í hvaða tilgangi kom Fiske sér upp þvílíku safni sem raun varð á, og
hvaða hlutverk ætlaði hann safninu eftir sinn dag? (bls. 3).
Nú er búið að endurskoða rannsóknarspurningarnar nokkuð frá fyrri gerð
sem við andmælendur fengum fyrst í hendur. Þær hafa verið umorðaðar, en
ég tel ekki nóg að gert. Þær þarfnast nánari skýringa til þess að lesandi átti
sig á hvað í þeim felst. Hvað merkir til dæmis: „Hvernig fór hann að því að
eignast safnið?“ Varðar spurningin persónueinkenni Fiskes, efnahag, búsetu
eða eitthvað enn annað? Lesandi áttar sig á því að spurningin varðar aðal-
lega tengslanetið sem hann byggði upp. En það hefði vel mátt segja lesanda
strax í upphafi. Annað mál er að svarið við spurningunni er ekki síður þetta:
Honum tókst að byggja upp glæsilegt íslenskt bókasafn vegna þess að hann
var auðugur. Hinir bókasafnararnir sem hann umgekkst gátu þetta fæstir
því þeir voru það ekki.
Þegar við skoðum hinar spurningarnar og berum þær saman vantar
einnig skýrari afmörkun: 1) Hver var hvatinn að Íslandsáhuga Fiskes sem
leiddi síðar til söfnunar hans á íslensku prentefni? 4) Hvers vegna safnaði
Fiske íslenskum ritum? og 5) Í hvaða tilgangi kom Fiske sér upp þvílíku
safni sem raun varð á og hvaða hlutverk ætlaði hann safninu eftir sinn dag?
Spurn ingarnar virðast óþarflega keimlíkar, óþarflega almennar. Hér skortir
meiri nákvæmni: að orða skýrar það sem um á að fjalla. Það hefði auðveldað
doktorsefni vinnuna.
Doktorsefni kveður kenningalegan grunn verksins vera hugmyndir
franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieu um menningarlegt auðmagn og
veruhátt. Það er vel til fundið. Höfundur nýtir sér þær kenningar nokkuð í
verkinu og þær má vissulega nota til þess að svara hluta rannsóknarspurn-
inganna hér að ofan. En æskilegt hefði verið að víkka kenningalegan grunn
verkefnisins. Sú vöntun sem hér um ræðir varðar einkum fyrstu rannsóknar -
spurninguna, um orsakir fyrir áhuga Fiskes á Íslandi og íslenskum bók-
menntum, ástæður þess að hann verður bibliofil á íslenskar bækur og jafnvel
biblioman.
Doktorsefni gerir lesendum grein fyrir því efni sem Fiske las eða hafði
aðgang að um norræna og íslenska menningu, t.d. Northern Antiquities
þeirra Mallets og Percys frá því um miðja átjándu öld; einnig verkum Scotts,
Carlyles, Longfellows og Wheatons á nítjándu öld, svo nokkrir höfundar
séu nefndir. Höfundur fjallar einnig skilmerkilega um umhverfið sem Fiske
hrærðist í, fólkið sem hann umgekkst og áhugasvið þess, hvar hann ferð -
aðist og hverjum hann kynntist.
Það sem upp á vantar er að gera grein fyrir hugmyndalegum bakgrunni,
hugmyndum um þjóðir og þjóðernishyggju, í kenningalegum inngangi og
andmæli 207
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 207