Saga - 2017, Síða 212
hann aflaði gæti því hafa lækkað mikið. Ef til vill hefði gengið — svo við
höldum okkur við þessa myndlíkingu — þrátt fyrir allt verið stöðugra, í
okkar annars óstöðuga samfélagi, ef hér stæði myndarlegt bókasafn sem
hann hefði kostað og væri kennt við hann. En þetta er ef-sagnfræði og því
mál að linni.
þórunn sigurðardóttir
Í ritgerð kristínar Bragadóttur, „Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfnun
Willards Fiskes (1831−1904)“, er fjallað um bókasöfnun Bandaríkjamannsins
Daniels Willards Fiskes og greint frá „aðdraganda, aðferðum, frágangi og
hugmyndum hans um framtíð safnsins“, eins og segir í formála ritgerðar-
innar (bls. i). Höfundur hefur víða leitað fanga, m.a. ferðast á slóðir Fiskes,
bæði vestanhafs og austan, og leitað að frumheimildum í Íþöku N.y., Upp -
sölum og kaupmannahöfn svo nokkuð sé nefnt. Sýnir þetta að mikil alúð
hefur verið lögð við verkefnið og áhugi höfundar á viðfangsefninu leynir
sér ekki. Meginheimildir rannsóknarinnar eru sendibréf til Fiskes, sem
varðveitt eru í The Fiske Icelandic Collection í Cornell-háskóla, og bréf sem
hann sendi öðrum og hafa varðveist í ýmsum söfnum. Einnig eru ævisögur
um Fiske lagðar til grundvallar umfjöllun um hann og ævistarf hans, sem
og æviþættir og minningar orð eftir ýmsa.
Það er verulegur fengur að því fyrir sögu íslenskrar bókfræði að fá
lýsingar á aðferðum nítjándu aldar Bandaríkja manns við söfnun íslenskra
rita, varðveislu þeirra og skráningu, einkum vegna þess að hér er um að
ræða upphaf íslenskrar bókfræði og grundvöll þeirrar bókfræði sem
stunduð var lengst af á tuttugustu öld. Umfjöllun um tengslanet Fiskes við
söfnun íslensks efnis er áhugaverð og birtir m.a. viðhorf þeirra Íslendinga
sem unnu fyrir hann til menningararfsins. Lýsingar kristínar á vinnu aðferð -
um Fiskes og söfnunaráráttu, sem birtist snemma eins og kemur fram í
sendibréfum hans, leiða til þeirrar niðurstöðu að markmið hans hafi verið
að eignast allt sem prentað hafði verið á íslensku og öll erlend rit sem
vörðuðu íslensk málefni. Tilgangur hans með safninu hafi verið að gefa
fræðimönnum og almenningi um alla framtíð tækifæri til að nálgast á
einum stað allt það prentaða efni sem varðaði Ísland.
Efnistök
Bygging ritgerðarinnar er með hefðbundnum hætti doktorsritgerða. Í inn-
gangi er gerð grein fyrir viðfangsefninu og settar fram rannsóknarspurning-
ar. Þar er fjallað um kenningarlegan grundvöll rannsóknarinnar, sagt frá
nokkrum ritsmíðum um Willard Fiske og verk hans eftir ýmsa höfunda og
að lokum eru meginheimildir ritgerðarinnar tilgreindar.
andmæli 211
Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
thsig@hi.is
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 211