Saga - 2017, Page 215
1903, alllöng greinargerð í 38 liðum. Greinargerðir sr. Matthíasar Eggerts -
sonar eru varðveittar í Fiskesafni. Einnig eru varðveittir þar bókalistar yfir
bækur sem Fiske lét senda til Grímseyjar og ljósmyndir af íbúum og híbýl -
um þeirra sem teknar voru af Eiríki Þorbergssyni, ljósmyndara á Húsavík,
árið 1902, í umboði Fiskes.4 Ef til vill hefði það aukið gildi þess þáttar
doktors ritgerðarinnar sem lýtur að Íslandsvininum Fiske að hafa sérstakan
kafla um Fiske og Grímsey sem dæmi um þessa hlið bókamannsins Willards
Fiskes, þ.e.a.s. þá sem sýnir áhuga hans á landi og þjóð, hvernig hann fór að
því að afla sér vitneskju um íslenskt samfélag og í hverju velgjörðir hans fól-
ust.
Bókfræði
Það verk sem hér er til umræðu er tvímælalaust mikilsvert framlag til
íslenskrar bóksögu. Bókfræði Fiskes má telja upphaf íslenskrar bókfræði,
a.m.k. þeirrar bókfræði sem stunduð var lengst af á tuttugustu öld. Velta má
fyrir sér hvort ekki hefði verið æskilegt að hafa sjónarhornið meira á bók -
fræðina sökum þessa brautryðjenda starfs, en það vekur athygli að ekkert er
minnst á fræðirit eða kenningar um bókfræði í ritgerðinni. Gagn legt hefði
verið að hafa sérstakan kafla framarlega um stöðu bókfræðinnar sem fræði -
greinar um miðja nítjándu öld, þegar Fiske hóf söfnun sína. Hvað hafði
verið gert á þessu sviði og hvar var það að finna? Enn fremur hefði verið
áhugavert að fá vitneskju um að hvaða leyti Fiske fór troðnar slóðir í bók -
fræði sinni og hvaða nýjungar hann kom með inn í fræðin.
Í framhaldi af umræðu um bókfræði Fiskes hefði svo mátt ræða um
áhrif hans og Fiskesafns á bókfræði, einkum íslenska bókfræði á tuttugustu
öld og til dagsins í dag. Halldór Hermannsson, fyrsti bókavörður safnsins
(hann var bókavörður þar 1905−1948) og einn afkastamesti bókfræðingur
Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar, vann með Fiske í nokkur ár að
uppbyggingu safnsins og hefur væntanlega sem ungur maður orðið fyrir
áhrifum frá Fiske og aðferðum hans. Áhugavert hefði verið að skoða hvort
Halldór Hermannsson hafi fylgt stefnu Fiskes og notað aðferðir hans við
bókfræðistörf sín, eða hvort hann hafi breytt um áherslur að einhverju leyti.
Þetta tengist því hvort markmið Fiskes með safninu hafi náðst eftir hans
dag.
kaflinn um bókaskrár Fiskes og eindæmabækur, þ.e. bækur sem aðeins
eru varðveittar í Fiskesafni og hvergi annars staðar, er með athyglisverðustu
köflum ritgerðarinnar. Eindæmabækur í Fiskesafni eru samkvæmt rannsókn
kristínar sjö talsins. Ég velti því fyrir mér hvort eitthvað fleira en bækur sé
aðeins til í Fiskesafni, til dæmis landsmálablöð sem aðeins komu út einu
sinni eða tvisvar eða ýmislegt smáprent sem ef til vill hefur ekki verið haldið
andmæli214
4 Sama rit, bls. 40−41 og 255−258.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 214