Saga - 2017, Side 218
en Fiske kom þangað, hefði átt í samræðum við Fiske um menntun kvenna,
og vísar um það í sendibréf frá Boga Th. Melsteð.5 Hefði verið við hæfi að
vísa í þennan kafla bókarinnar á þessum stað í ritgerðinni.
Dæmi um fullyrðingu sem enginn fótur virðist vera fyrir er á bls. 95, en
þar stendur í ritgerð kristínar: „Fiske kynntist einnig skáldunum Steingrími
Thorsteinssyni og Benedikt Gröndal og skrifaðist á við báða eftir það. Oft
voru bréfin á skáldlegum og heimspekilegum nótum“ (bls. 95). Hér er
ekkert dæmi nefnt og ekki vísað til heimilda. Samkvæmt bókinni Manuscript
Material, Correspondence and Graphic Material in the Fiske Icelandic Collection,
þar sem sendibréf til Fiskes eru skráð og gróflega efnistekin, er eitt bréf
varðveitt frá Steingrími og tvö frá Gröndal.6 Þetta virðist því allmjög orðum
aukið, svo ekki sé meira sagt.
Þá virðist kristín sneiða hjá heimildum sem hefðu hugsanlega getað
komið að notum við röksemdafærslu hennar. Þegar Fiske dvaldi í kaup -
mannahöfn og Stokkhólmi um miðja nítjándu öld, þá ungur maður, skrifaði
hann dagbækur.7 Þær eru að vísu ekki efnismiklar, samtals aðeins 56
blaðsíður, en ég velti því fyrir mér hvort þær hefðu getað varpað frekara
ljósi á athafnir hans þar, þær hugmyndir sem hann tileinkaði sér á þessum
árum og áhrifin sem hann varð fyrir.
Annað dæmi eru uppskriftir sem Dagmar og Caroline Rafn, dætur Carl
Christian Rafns, gerðu handa Fiske og sendu honum ásamt ljósmyndum af
Rafn, æskuheimili hans og fleiru. kristín nefnir samband Fiskes við fjöl-
skylduna í ritgerð sinni og segir:
Rafn og Fiske skrifuðust á meðan Rafn lifði. Bréf bárust milli þeirra
þann tíma sem Fiske var í Svíþjóð og ekki síst eftir að hann kom aftur
til Bandaríkjanna. Eftir lát Rafns hélt Fiske tryggð við fjölskylduna og
skrifaðist á við dæturnar Caroline og Dagmar Rafn. Þær skrifuðu hon-
um fréttir af fjölskyldunni og um menningarlífið í kaupmannahöfn.
Þær gerðu sér einnig far um að senda Fiske öll þau rit sem Rafn hafði
komið nærri og snertu norræna menningu (bls. 60−61).
Ekki er að sjá af ritgerðinni að kristín þekki til uppskrifta systranna en þær
eru, ásamt ljósmyndunum, í fallegu leðurbandi með gyllingu og varðveittar
í Fiskesafni.8 Þar sem uppskriftirnar eru m.a. af óútgefnum sendibréfum frá
Fiske til Rafns hefði mátt búast við að doktorsefni tæki tillit til þeirra,
einkum vegna þess að meginheimildir rannsóknarinnar eru sendibréf til
Fiskes og doktorsefni kvartar yfir því að fá bréf hafi varðveist frá Fiske sjálf-
um (sjá bls. 20).
andmæli 217
5 kristín Bragadóttir, Willard Fiske, bls. 92.
6 Þórunn Sigurðardóttir, Manuscript Material, bls. 71 og 102.
7 Sama heimild, bls. 20−21.
8 Sama heimild, bls. 34−35.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 217