Saga - 2017, Page 222
davíð logi sigurðsson
Af sagnfræðilegri skáldskapargáfu
Í tilefni af ritdómi
Getur verið að höfundur sagnfræðiverks sem gerir sér far um að lifa sig inn
í aðstæður sögupersónu sinnar sé í reynd farinn að stunda skáldskap? Er
með öðrum orðum samasemmerki milli innlifunar í sögulegum skrifum og
skáldskapar?
Frammi fyrir þessum spurningum stóð ég eftir að hafa lesið ritdóm
Flosa Þorgeirssonar, í síðasta hefti Sögu, um bók mína Ljósin á Dettifossi —
Örlagasaga. Ég hafði talið mig vera með sagnfræðiverk í höndunum, hjá for-
laginu var hún skilgreind sem ævisaga en nú má segja að runnið hafi á mig
tvær grímur.
Spurningin er í grunninn ekki ný. Fræðimenn hafa lengi skeggrætt um
tengsl sagnfræði og skáldskapar og um sviðsetningar í sögulegum verkum.
Það er hins vegar eitt að glugga í fræðigreinar um slík efni, annað að standa
allt í einu sjálfur í þeim sporum að hugtakið skáldskapur sé notað í tengsl -
um við hugverk manns af sagnfræðilegum toga.
Ljósin á Dettifossi segir af hinstu siglingu Dettifoss, skips Eimskipa -
félags ins, sem grandað var af þýskum kafbáti á Írlandshafi í febrúar 1945.
Goða foss hafði verið skotinn í kaf úti fyrir Íslandsströndum aðeins þremur
mánuð um fyrr og samanlögð áhrif þessara tveggja miklu skipsskaða voru
umtalsverð, enda taldist manntjónið mikið í íslensku samhengi (fimmtán
fórust með Dettifossi, þrjátíu með Goðafossi).
Ljósin á Dettifossi er hins vegar samhliða þessu ævisaga fyrsta stýri -
manns á skipinu, Davíðs Gíslasonar, móðurafa míns, en hann var meðal
þeirra fimmtán sem fórust. Í fjölskyldu minni var löngum sögð sú saga að
afi hefði drýgt hetjudáð áður en hann þraut sjálfan örendið og drukknaði
í hafinu. Þetta fékk ég að vissu leyti staðfest þegar ég tók að lesa heimildir
um atburðinn vorið 2014. Í þeim frásögnum reyndist hann miðlægur og
ég fór fljótt að sjá senuna fyrir mér í huganum, þar sem afi minn stendur
á stjórnpallinum og sér tundurskeytið skyndilega nálgast skipið. Ég velti
þá strax fyrir mér hvort hér væri ekki kominn efniviður í bók enda gat ég
við nánari athugun ekki séð að örlögum Dettifoss hefði verið sinnt heild-
Saga LV:2 (2017), bls. 221–225
Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri við utanríkisráðuneytið, dls@mfa.is
AT H U G A S E M D
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 221