Saga - 2017, Síða 223
stætt, en rækilega hefur verið sagt frá afdrifum Goðafoss í nóvember
1944.1
Sköpum skipti þó að rannsókn mín leiddi fljótt í ljós, að því er mér fannst,
að hann afi minn hefði lifað ýmislegt um dagana sem mætti fjalla um jafnhliða
hinu og myndi gefa bókinni víðtækara sagnfræðilegt gildi. Ég vissi sem var
— eftir að hafa starfað tíu ár í blaðamennsku — að fólk hefur áhuga á því að
lesa um fólk. Því mannlegri sem sagan er, því líklegri er hún til að hitta í mark.
Sjónarhornið fannst mér skipta höfuðmáli. Vissulega gerði ég mér grein
fyrir því að verkið yrði tætingslegra með því að flakkað yrði milli tíma. Í
grunninn er bókin saga siglingar Dettifoss vestur um haf og síðan heim til
móts við þýska kafbátinn, sem grandaði skipinu; en í öðrum hluta bókar-
innar er hins vegar litið um öxl í ævi söguhetjunnar, til mótunarára hans
vestur við Breiðafjörð, einkalífs sem og sjómannsferils fram til 1944. Sumir
hefðu kannski kosið að þessi hluti væri styttri og fókusinn á Dettifoss
skýrari.2 Svona hlaut sagan samt eiginlega að þróast í ljósi persónulegrar
tengingar minnar við viðfangsefnið. Mér fannst — og finnst enn — að með
því að fjalla um hina dramatísku sögu hinstu siglingar Dettifoss út frá til-
teknum skipverja væri ég að breikka söguna og bæta við mörgu mjög
áhugaverðu sem lýtur að lífi almúgafólks almennt á fyrri hluta 20. aldar,
manna eins og Davíðs stýrimanns sem stóðu í stafni íslensku farskipanna á
örlagatímum í seinni heimsstyrjöld. Markmiðið var sannarlega að ná til
breiðari hóps lesenda en einungis fræðimanna — ég var sannfærður um að
slíkt ætti að vera möguleiki ef ég nálgaðist verkefnið með mannlega þáttinn
í forgrunni.
Erum við þá komin að seinni þættinum í ritdómi Flosa um bók mína
sem ég staldraði sérstaklega við, nefnilega þeirri tilfinningu, sem ég fékk við
lestur ritdómsins, að yfirbragð sögunnar hefði ef til vill áhrif á það hversu
mikið mark aðrir tækju á bókinni sem fræðiriti.
Gefum Flosa orðið:
Í bókinni er vissulega notast við heimildir úr ýmsum áttum. Þar má
finna blaðagreinar, viðtöl, ævisögur, sjópróf og opinber bréf. Úrvinnsla
heimildanna er frekar almenn og þar eð mannlegi þátturinn er viða -
mikill í sögunni virðist sem viðtöl og ævisögur leiki hér stórt hlutverk.
Höfundur leyfir sér einnig … að notast við skáldskapargáfuna, ekki síst
er hann greinir frá ævi afa síns. Hann setur sig í spor sjómannsins
Davíðs og ímyndar sér hvernig honum hafi liðið við ýmsar aðstæður.
davíð logi sigurðsson222
1 Sjá t.d. bækur Óttars Sveinssonar, Útkall: Árás á Goðafoss (Reykjavík: Stöng 2003)
og Sigrúnar Pálsdóttur, Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (Reykjavík: JPV 2013) auk
heimildarmyndar Björns B. Björnssonar, Jóns Ársæls Þórðar sonar og Þórs
Whitehead, Árásin á Goðafoss (2010).
2 Þetta var m.a. haft á orði í umfjöllun Kiljunnar, sjónvarpsþáttar Egils Helga -
sonar á RÚV, 22. febrúar 2017.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 222