Saga - 2017, Side 224
Það er í raun ekkert út á það að setja en það rýrir nokkuð sagnfræði -
gildi bókarinnar. Það er þó virðingarvert að höfundur segir lesand -
anum jafnan frá því í aftanmálsgreinum er hann leyfir andanum að
koma yfir sig. Líklegast á þessi bók þó ekki að vera sagnfræðirit heldur
einmitt það sem á bókarkápu stendur: Örlagasaga.3
Þessar tvær spurningar leituðu semsé á mig: Þegar ég leyfi mér að lifa mig
inn í hugarheim söguhetjunnar og sviðset nokkrar senur, sem hjálpa hvað
framvindu varðar og andrúmsloft, er ég þá að notast við skáldskapar -
gáfuna, er ég farinn að stunda skáldskap? Og er það jafnframt svo að fræði -
legt yfirbragð bókar geti skipt sköpum um sagnfræðilegt gildi hennar, þ.e.
að með því að reyna að ná fram „mannlega þættinum“ í sögunni sé ég óhjá-
kvæmilega að draga úr fræðilegu gildi hennar?
Nú er kannski erfitt að gerast dómari í eigin sök. Mér þykir hins vegar
rétt, með þessar tvær spurningar í huga, að reifa hvað ég taldi sjálfur að væri
sagnfræðilega markvert í þessari bók.
Bakvið Ljósin á Dettifossi liggur umfangsmikil rannsókn og þar er að
finna um fimm hundruð tilvísanir í heimildir. Stuðst er við urmul ólíkra
heimilda; skráðar æviminningar ýmissa sem við sögu koma, æviminningar
annarra sjómanna sem varpa ljósi á tímabilið og aðstæðurnar, skipsgögn af
ýmsum toga, ýmis grundvallarrit um tiltekna þætti sögunnar, frumheimildir
jafnt sem eftirheimildir.
Jafnframt tók ég fjölda viðtala við fólk sem eðli málsins samkvæmt var
mjög við aldur þegar viðtölin fóru fram (og hefur sumt nú safnast til feðra
sinna). Að mínu mati ræðir þar um frumvinnu sem stuðlar að því að varð -
veita þennan atburð í sögulegu minni þjóðarinnar. Í Ljósunum á Dettifossi eru
tengdir saman örlagaþræðir sem ekki hafa verið tengdir saman áður, þar á
meðal að því er varðar fjölskyldurnar tvær sem hann afi minn átti um ævina,
en jafnframt um hinstu siglingu Dettifoss. Sögð er saga af venjulegu alþýðu -
fólki en um leið varpað ljósi á umbrotatíma í íslensku samfélagi; flutninga
fólks úr sveit í borg og þéttbýlismyndun, baráttu við banvæna sjúkdóma
sem léku landsmenn grátt, tækniframfarir í skipaútgerð, stríðsárin.
Sem fyrr segir þótti mér sjónarhornið skipta sköpum. Þar stóð ég vissu-
lega frammi fyrir heimildafræðilegum vanda: Engin gögn voru fyrir hendi
um tilfinningar Davíðs stýrimanns og þankagang, engar dagbækur eða
sendibréf. Fyrsta kafla bókarinnar — kveðjustund Davíðs með fjölskyldu
sinni á heimili sínu í Reykjavík á gamlársdag 1944 — má kalla tilfinninga -
lega undirstöðu bókarinnar; ýjað er að yfirvofandi harmi, persónur og leik-
endur vita það ekki en Dettifoss er að leggja í sína hinstu för. Þessa senu,
sem svo má kalla, byggði ég á minningarbroti eins heimildarmanna. Fræði -
lega séð má vissulega efast um sjötíu ára gamla minningu þar sem heimildar -
af sagnfræðilegri skáldskapargáfu 223
3 Sjá Sögu LV: 1 (2017), bls. 224‒225.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 223