Saga - 2017, Blaðsíða 225
maðurinn var barn að aldri þegar atburðurinn átti sér stað. Hins vegar var
lýsingin það nákvæm og skýr að mér þótti réttlætanlegt að nota hana með
þeim hætti sem ég gerði. Jafnframt gat ég ekki séð að nokkur ástæða væri til
að efast um að söguhetjan hefði kvatt fjölskyldu sína áður en hann hélt til
skips.
Ég bætti hins vegar um betur, því á einum stað í fyrsta kafla skrifa ég:
Svava hafði kvatt Davíð á tröppunum niðri fyrr um daginn þegar hann
hélt til skips. Engin seremónía, engin tár. Aðeins eitt andartak þar sem
augu þeirra mættust. Hún veit hvað hann vildi sagt hafa, hann þekkir
tilfinningar hennar. Orð voru óþörf (bls. 9).
Engar heimildir eru til fyrir nákvæmlega þessari senu en ég þekki staðhætti
í húsinu við Njarðargötu 35, þar sem amma mín og afi voru nýbúin að gera
sér heimili. Ég tel óhætt að álykta að þau hafi kvaðst niðri en ekki uppi á
annarri hæð hússins þar sem þau bjuggu. Það er bara það sem fólk gerir:
Það fylgir þeim til dyra sem eru á förum.
Gengur innlifun af þessum toga of langt? Er höfundurinn í reynd farinn
að stunda skáldskap? Með því að nálgast söguleg viðfangsefni sem „persón-
ur og leikendur“ í harmleik, er ég þá farinn að nota skáldskapargáfuna
fremur en eðlileg vinnubrögð sagnfræðinnar? Ég viðurkenni að mér hafði
engan veginn dottið í hug að horfa þannig á málið. Og mér finnst hæpið að
nota hugtakið skáldskapur eða tala um skáldskapargáfu í þessu tilliti.
Vissulega beiti ég þó því sem ég kýs hér að kalla innlifun. Aðrir hafa talað
um sviðsetningar og þær hafa merkari sagnfræðingar en ég stundað, oft án
þess að segja sérstaklega frá því hvar sviðsetning hefst og hvar hún endar.
Hvert er þá svarið? Hvers konar bók er þá Ljósin á Dettifossi? Hún getur
vart talist alþýðusagnfræði, sem svo var kölluð, enda held ég að slíkum ritum
hafi sjaldnast fylgt tilvísanaskrá. kannski á þá best við „sannsaga“, hugtak
sem Rúnar Helgi Vignisson hefur gefið sannsögulegum verkum þar sem
aðferðir skáldskaparins eru nýttar til að miðla efninu, einkum með sviðsetn-
ingum, en þar sem ræðir um sanna sögu „sem er vel sögð og getur verið
sumpart eins og skáldsaga aflestrar.“4
Á hinn bóginn er ég ekki tilbúinn til að una þeim dómi að sagnfræðilegt
gildi bókar af þessum toga hljóti formsins vegna að vera rýrara en ella. Mér
finnst a.m.k. ekki sjálfgefið að sagnfræðigildi bókar sé minna þó að höfund-
urinn beiti sviðsetningum svo að verkið verði lifandi aflestrar. Ég held að
það sé einmitt rík þörf á því að sagnfræðingar beiti ímyndunarafli og innsæi
sínu til að matreiða efnivið sinn fyrir lesendur, bæði almenning og fræði -
menn. Flosi telur raunar að Ljósin á Dettifossi sé vel heppnuð út frá þeim
davíð logi sigurðsson224
4 Vef. Rúnar Helgi Vignisson, „Skáldað og óskáldað — skáldsaga og sannsaga“,
Hugrás 13. janúar 2016. hugras.is/2016/01/skaldad-og-oskaldad-skaldsaga-og-
sannsaga/
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 224