Saga - 2017, Page 228
SIR JOSEPH BANkS, ICELAND AND THE NORTH ATLANTIC 1772–
1820. JOURNALS, LETTERS AND DOCUMENTS. Hakluyt Society,
third series; 30. Ritstjóri, inngangur og skýringar Anna Agnarsdóttir.
Routledge. London 2016. 681 bls. Myndir, kort, orðalisti, ritaskrá, staða-
og mannanafnaskrá.
Sir Joseph Banks (1743–1820) var breskur náttúrufræðingur, auðugur jarð -
eigandi, vinur og ráðgjafi Georgs III. Bretakonungs og verndari náttúruvís-
inda á upplýsingaöld. Hann sigldi ungur til rannsóknarleiðangra í fjarlægar
heimsálfur og gat sér frægðarorð sem náttúruvísindamaður. Árið 1778 varð
hann forseti breska vísindafélagsins, Royal Society (The Royal Society of
London for Improving Natural knowledge), hélt því embætti til æviloka og
lét eftir sig geysileg ósköp af skrifuðum skjölum, en hafði forðast allt sitt líf
að gefa út eftir sig nokkurt rit á prenti. Hann átti ekki lögerfingja, og eftir að
hann var allur voru eftirlátin skjöl hans seld, mestöll á uppboði í London
1886, og dreifðust á söfn, ýmist opinber eða í einkaeigu, á Englandi, í Dan -
mörku, Bandaríkjunum og Ástralíu.
Árið 1772 stýrði Banks fyrsta enska vísindaleiðangrinum til Íslands.
Leiðangurinn hófst 12. júlí á siglingu með vesturströnd Bretlandseyja og var
gengið á land í mörgum merkum eyjum, til að mynda Islay, Jura, Staffa og
Iona, og voru gerðar athuganir á náttúrufari og mannlífi. Leiðangursmenn
dvöldu um sex vikur á Íslandi, frá 28. ágúst til 7. október. Þeir höfðu aðsetur
í dönsku verslunarhúsunum í hrauninu í Hafnarfirði, fóru þaðan styttri
ferðir og rannsökuðu einkum eldhraun og sölnaðan gróður. Lengsta rann-
sóknarferðin var farin með nítján klyfjahesta, leiðsögumann og nesti til tólf
daga en hápunktar hennar voru mælingar á goshverum í uppsveitum sunnan -
lands og ganga á Heklutind. Í ferðinni hélt Banks dagbækur og slíkt hið
sama gerði þjónn hans, James Roberts, en hvor með sínu móti; færslur
Banks snúast um náttúruna sem bar fyrir augu vísindamannsins en þjónn -
inn skráði helst félagslegar athafnir og veðurfar. Listamenn voru með í för
og gerðu fjölda mynda af náttúrufyrirbærum, fólki og bæjum; nefna má
óviðjafnanlegar myndir eftir John Cleveley af Skálholtsstað sem eru hinar
merkustu heimildir sinnar tegundar um útlit staðarins á átjándu öld og hafa
víða birst. Íslandsferðin setti sitt mark í lífsbók Banks, sem launaði greiða -
R I T D Ó M A R
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 227