Saga - 2017, Side 229
semi og velvild Íslendinga við sig æ síðan með óbilandi umhyggju fyrir
hinni varnarlausu, fátæku þjóð í norðri, gerðist verndari hennar á stríðstím-
um og vann með hríðum ötullega að því að Ísland yrði hluti af Stóra-
Bretlandi en leyst undan dönskum yfirráðum.
Sú mikla bók sem hér er eilítið fjallað um er útgáfa, ásamt inngangi og
skýringum, á dagbókum, bréfum og skjölum Sir Joseph Banks sem varða
Ísland, Færeyjar og Grænland. Allur texti er á ensku. Ritstjóri verksins, Anna
Agnarsdóttir, lauk doktorsprófi í London árið 1989 og var viðfangsefni
hennar samskipti Englands og Íslands 1800–1820. Á farsælum ferli sínum
sem prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hefir hún skrifað og rætt um
þetta efni í fjölmörgum greinum og erindum; rækilegt yfirlit yfir atburði og
ástand þessa tíma samdi hún fyrir Sögu Íslands IX. bindi (2008). Ofannefnd
útgáfa ber í hvívetna vitni um yfirburðaþekkingu Önnu á viðfangsefninu og
fádæma eljusama leit í skjalasöfnum víða um lönd að þeim gögnum sem
birtast í bókinni. Grunninn að útgáfunni lagði ástralski vísindamaðurinn
Harold B. Carter, sem kom á fót verkefninu The Sir Joseph Banks Archive
Project, undir vernd breskra vísindastofnana, með það að markmiði að skrá-
setja og gefa út alla pappíra sem varða Banks og til eru dreifðir um heiminn.
Carter flokkaði 20.000 bréf tengd Banks og merkti ákveðinn flokk með efni
sem snerta Ísland, Færeyjar og Grænland og bauð Önnu að gefa flokkinn út.
Hún tók áskoruninni og afraksturinn er fróðleg og afar vönduð bók sem
hefir að geyma ferðadagbækur Banks og Roberts, þjóns hans, frá Íslands -
leiðangrinum 1772, sem og skjöl er varða málefni byggða við Norður-
Atlants hafið, einkum Íslands. Í bókinni birtast merkilegar minnisgreinar
Banks um hag Íslands og Íslendinga og bréfaskipti hans á tímabilinu 1772–
1820 um sama efni við fjölda manna á Englandi og Norðurlöndum, helst
kaupmenn, vísindamenn og stjórnmálamenn. Víst er þó að mörg skrif Banks
sem varða Ísland eru glötuð og getur ritstjóri þess oft í skýringargreinum.
Þá nefnir Anna vísindagögn sem Banks og félagi hans, náttúrufræðingurinn
Daniel Solander, unnu í tengslum við Íslandsleiðangurinn 1772; þau eru óút-
gefin en varðveitt á deild í Breska náttúrufræðisafninu.
Meginhluti gagna í bókinni er útgefinn og skýrður í fyrsta sinn í þessari
bók og það sem áður er útgefið hefir hvergi nærri verið eins vel frágengið
og skýrt og hér. Nefna má dæmi af verki Halldórs Hermannssonar, „Sir
Joseph Banks and Iceland“, sem birtist í Islandica XVIII árið 1928. Halldór
hafði ekki aðgang að nærri því öllum skrifum og skjölum sem birt eru í
þessari útgáfu; dagbók Banks var þá ekki komin í leitirnar og Halldór birti
einungis úrval úr bréfaskiptum hans með takmörkuðum skýringum. Líkt
má segja um útgáfu Roy A. Rauschenbergs á ferðadagbókum Banks árið
1973; þar fylgir inngangur en sumstaðar eru annmarkar í úrlestri texta og
skýringar ekki rækilegar.
Fyrir verkinu fer læsilegur, efnisríkur og gagnorður inngangur ritstjóra
sem í meginatriðum fjallar um Banks og Ísland og er vandlega grund-
ritdómar228
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 228