Saga - 2017, Side 232
Ryan Eyford. WHITE SETTLER RESERVE. NEW ICELAND AND THE
COLONIZATION OF THE CANADIAN WEST. UBC Press. Vancouver
og Toronto 2016. 259 bls. Myndir og heimildaskrá, mynda- og nafna-
skrá.
Loksins, loksins kemur út bók um landnám Íslendinga í Nýja-Íslandi sem
byggð er á nýjum rannsóknum, þar sem saga Nýja-Íslands er sett í samband
við stjórnmálasögu kanada og vilja kanadískra stjórnvalda að byggja norð -
vesturhluta Ameríku hvítu fólki af germönskum uppruna.
Íslensku vesturfararnir sjálfir og afkomendur þeirra voru duglegir að
halda sögu sinni á loft í blaða- og tímaritsgreinum og bókum enda þótt
sagnfræðilegt gildi þessara skrifa sé misjafnt. Í Almanaki Ólafs S. Thorgeirs -
sonar, sem gefið var út í Winnipeg um sextíu ára skeið, 1894–1954, var safn -
að greinum um landnám Íslendinga, landnámsfólk og hverju það hafði
áorkað, og feðginin Þorleifur og Thorstína Jackson söfnuðu til sögu Íslend -
inga í Manitoba og Norður-Dakota. Þá skrifuðu Íslendingar, sem höfðu
verið vestra, frásagnir úr nýlendunum, svo sem rithöfundarnir Matthías
Jochumsson og Einar H. kvaran og sr. Magnús Jónsson, síðar prófessor. Má
líta á þessi skrif sem fyrsta skeiðið í ritun sögu íslensku vesturfaranna.
Upp úr 1920 hefst síðan annað tímabil sem einkennist af spurningum
um viðhald þjóðernis Íslendinganna, framtíð íslenskrar menningar í Vestur -
heimi og aðlögun að lífsháttum í Bandaríkjunum og kanada. Vestmenn:
Útvarpserindi um landnám Íslendinga í Vesturheimi (1935), sem Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson flutti í Ríkisútvarpið, og Saga Íslendinga í Vesturheimi (1940–
1953) eftir Þorstein og Tryggva J. Oleson, sem kom út í fimm bindum,
byggð ust raunar mikið á þeim heimildum sem vesturfararnir höfðu safnað
eða látið eftir sig í blöðum og bréfum. yfirlit Magnúsar Jónssonar um vest-
urflutningana í Sögu Íslendinga IX.2 (1958) var reist á svipuðum heimildum.
Sama má segja um bókina The Icelandic People in Manitoba (1965) eftir Vil -
helm kristjanson.
Um 1970 hófust miklar samnorrænar rannsóknir á vesturferðunum frá
Norðurlöndum. Þeirra sá einnig stað hér á landi því þá tók Júníus H.
kristinsson saman viðamikla skrá um íslenska vesturfara (1983) og kandídats -
verkefni voru unnin í sagnfræði við Háskóla Íslands í sambandi við þetta
rannsóknarverkefni. En ef teknar eru til samanburðar umfangsmiklar rann-
sóknir annars staðar á Norðurlöndum á útflutningi fólks þaðan til Vestur -
heims, er hér ekki úr miklu að moða og áhuginn ekki meiri en svo að
kandídats ritgerð Helga Skúla kjartanssonar um vesturflutningana, sem
skrifuð var á þessum tíma (1976), var fyrst gefin út um aldarfjórðungi síðar
(2003). Má vafalaust kenna það því að sagnfræðin var enn að slíta barns-
skónum við Háskóla Íslands, félagssaga lítið stunduð, gagnstætt því sem
gerðist annars staðar á Norðurlöndum, og enn eymdi eftir af þjóðernislegri
söguskoðun. Greinar Helga Skúla kjartanssonar (1989) og Ólafar Garðars -
ritdómar 231
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 231