Saga - 2017, Blaðsíða 233
dótt ur (1998) um tengsl fólksflutninga á Norðaustur- og Austurlandi við
vesturheimsferðir eru undantekningar. Þessar rannsóknir einkennir hins
vegar að þær eru gerðar frá íslenskum sjónarhóli, saga íslensku vesturfar-
anna skoðuð einangrað og landnámið og þjóðarbrotið ekki sett í samband
við sögu Bandaríkjanna og kanada.
Á síðasta áratug 20. aldar hefst síðan enn eitt tímabilið sem einkennist
af menningarsögulegri nálgun, ævisögum, einsögurannsóknum og útgáfu
heimilda. En þá var einnig gefið út yfirlitsrit eftir Guðjón Arngrímsson í
tveimur bindum um landnám Íslendinga í Manitoba 1875 og sögu þeirra
fram á miðja 20. öld: Nýja Ísland: Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum
(1997) og Annað Ísland: Gullöld Vestur-Íslendinga í máli og myndum (1998). Það
byggðist hins vegar ekki á nýjum rannsóknum heldur sótti enn til sömu
heimilda og áður höfðu verið notaðar. Annað yfirlitsrit eftir Jónas Þór,
Icelanders in North America: The first settlers (2002), var hins vegar að hluta
reist á rannsóknum hans á trúarlífi Vestur-Íslendinga.
Að sama skapi og rannsóknum á vesturflutningum frá Skandinavíu og
Finnlandi hefur verið sinnt á Norðurlöndum hafa slíkar rannsóknir verið
stundaðar af kappi fyrir vestan, ekki síst á 8. og 9. áratug tuttugustu aldar.
En sama verður ekki sagt um sögu íslensku vesturfaranna. Þó helgaði
mannfræðingurinn John S. Matthiasson, sem m.a. kenndi við University of
Winnipeg, seinni hluta rannsóknarferils síns íslensku landnemunum í
kanada, aðlögun þeirra og afkomenda þeirra að kanadísku þjóðfélagi og
menningu, og birti um þetta efni greinar. En á undanförnum árum hafa
nokkrir ungir fræði menn skrifað fræðilegar ritgerðir við háskóla í kanada
um Íslendinga þar. Meðal þeirra er Ryan Eyford sem lauk doktorsprófi 2003,
með ritgerðinni Icelandic Migration to Canada, 1872–1875: New perspectives on
the “myth of be ginnings” (2003), og kennir nú sagnfræði við University of
Winnipeg. Má skoða bók Ryans um Nýja-Ísland sem framhald af doktors-
rannsókn hans.
Eins og nafn bókar Ryans ber með sér, fjallar hún um landnám Íslend -
inga í Nýja-Íslandi í sambandi við stefnu stjórnvalda um að byggja þann
hluta kanada, sem frumbyggjar höfðu einkum haft til umráða, Norður-
Evrópubúum á tímabilinu 1870–1900. Þar með fjallar hún um samskipti
indíána, sem höfðu búið á svæðinu sem Nýja- Íslandi náði yfir. Meginhug -
myndin um landnám þessara svæða var að þar settust að einstakir land-
nemar á heimilisréttarlöndum, sem þeir gátu fengið úthlutað ókeypis eða
gegn gjaldi til járnbrautarfélaga. Félögin höfðu fengið land til að selja fyrir
kostnaði vegna járnbrautarlagningar um þvert kanada. Síður var ætlunin
að fólk settist að í nýlendum þjóðarbrota eins og Íslendingar. Bókin fjallar
því ennfemur um hvers vegna Íslendingum var úthlutað landi einum og sér
við Winnipegvatn. Jafnframt er gerð grein fyrir starfsemi agenta kanadískra
stjórnvalda til að fá Íslendinga til að setjast heldur að norðan landamæranna
við Bandaríkin, en Íslendingarnir höfðu áður stefnt til Bandaríkjanna þar
ritdómar232
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 232