Saga - 2017, Page 235
settust þarna að í óþökk þeirra. Samskiptin voru því alls ekki góð í byrjun.
John Taylor, sem lýst hefur verið sem Móses meðal landnemanna, hafði
fengist við ýmislegt áður og þótt hann rétti Íslendingunum hjálparhönd
vildi hann einnig ráða gjörðum þeirra enda fyrrverandi þrælahaldari. Á
fyrstu árum landnámsins í Nýja-Íslandi reyndu Íslendingarnir að koma
skipan á sveitarstjórnarmál, bæði eftir því sem þeir höfðu vanist á Íslandi og
eftir kanadískum lögum, til að koma reglu á málefni sín enda voru þeir á
landsvæði sem lítil stjórn hafði verið á. En hér var ekki um neitt lýðveldi
Íslendinga að ræða þótt þar væru aðeins íslenskir landnemar fyrstu árin.
Eins og kunnugt er, urðu ósætti meðal Íslendinganna og erfiðleikar, vegna
sjúkdóma, fátæktar og kunnáttuleysis, til þess að flestir fyrstu landnemanna
fluttu burt.
Bók Ryans Eyford um Nýja-Ísland er grundvallarrit byggt á ítarlegri
rannsókn heimilda í skjalasöfnum í kanada, Barbados og hér á landi.
Loksins hefur saga þessa landnáms Íslendinga vestanhafs verið sett í sam-
hengi kanadískrar sögu. Enn bíður að skoða samband stjórnvalda hér á
landi, þjóðfélagsskipunar og einstakra forsvarsmanna í tengslum við bú -
ferla flutninga Íslendinga til Bandaríkjanna á 19. öld. Aðeins með því að
rannsaka vesturferðirnar, jafnt í sambandi við íslenska sögu og sögu
Norður-Ameríku, af sjónarhóli stjórnmálasögu, hagsögu, félagssögu, sögu
fólksflutninga og einsögu er unnt að fá nokkuð heildstæða mynd af vestur-
flutningunum. Enn annað rannsóknarefni er hvernig þær mýtur sem sagðar
hafa verið um íslensku vesturferðirnar, einkum landnámið í Nýja-Íslandi,
hafa myndast og hvaða hlutverki þær hafa gegnt fyrir kanadamenn af
íslenskum ættum og Íslendinga, því að þær hafa einnig birst í ræðu og riti
hér á landi.
Úlfar Bragason
MARGAR MyNDIR ÖMMU — kONUR OG MÓTUN ÍSLENSkS
SAMFÉLAGS. Fléttur IV. Ritstjórar Irma Erlingsdóttir, Ragnheiður
kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir.
Háskólaútgáfan. Reykjavík 2016. 316 bls. Myndir.
Margar myndir ömmu — konur og mótun íslensks samfélags er safn ellefu greina
eftir sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, félagsfræðinga, guðfræðinga og
stjórnmálafræðinga um ömmur og langömmur þeirra. Níu fræðikonur
skrifa um ömmur sínar og tveir fræðikarlar. Einn ritstjóra bókarinnar, Irma
Erlingsdóttir, ritar fræðilegan inngang og formála ritar forseti Íslands,
sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson. Bókin er afrakstur fyrirlestraraðar
Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIkk), sem
haldin var árið 2015, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra
ritdómar234
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 234