Saga - 2017, Qupperneq 238
tengja kvenleikann við möguleika eða ómöguleika aðstæðnanna liggur
eiginlega beint við að skoða hannyrðir íslenskra kvenna, sem margir höf-
undar minnast á, og greina þær sem heimildir um samtíma þeirra. Prjóna -
skapur, útsaumur og haganlega unnin myndaalbúm veita innsýn í hugar-
heim ammanna, eru „svipmyndir“ úr lífi þeirra og til vitnis um gildismat,
stéttarstöðu, efnahagslegar og pólitískar aðstæður, svo eitthvað sé nefnt.
Allt þetta getur flokkast undir handavinnu, eitthvað sem unnið er í
höndunum og úti í heimi er að finna stækkandi hóp fræðimanna sem skoða
t.d. menningu kvenna og jaðarhópa út frá föndri og hagnýtri vinnu í anda
þess að „gera það sjálf/ur“ (hér nota ég tækifærið og lýsi eftir góðri þýðingu
á enska hugtakinu „do-it-yourself,“ danska „gør det selv,“ þýska „Selber -
machen“). Tekið skal fram að hugtakið getur náð yfir allt frá hannyrðum og
föndri til húsgagnasmíði og bílaviðgerða, en hér er einfaldlega átt við
smíðisgripi eða annað handverk sem unnið er af handlögnu fólki, ófaglærðu
sem faglærðu, svo ekki sé talað um allt hið ritaða efni sem fylgir leiðbein-
ingum og umræðum um þessa vinnu. Ástæðurnar fyrir því að fólk kýs að
gera hlutina sjálft geta verið fjölmargar; oftast eru þær sennilega efnahags-
legar en þær geta einnig hæglega verið pólitískar, eins og var t.d. í Sovét -
ríkjunum þegar fólk átti við útvörp til að ná erlendum útvarpssendingum
eða saumaði and-sósíalískar flíkur. Fólk getur líka einfaldlega haft ástríðu
fyrir handverkinu.
Þannig sést vel að handverk íslensku ömmunnar, sem á sínum tíma var
sennilega aðallega unnið af hagkvæmnisástæðum, hefur fengið tilfinninga-
legt gildi fyrir afkomendur — og hafði það kannski líka fyrir þær sem
bjuggu það til á sínum tíma. Auðvitað fylgdi því oft ákveðin virðing í sam-
félaginu að kunna gott handverk og sérstaklega voru t.d. prjónaðar eða
saumaðar flíkur oft sýnilegri en viðgerðir eða smíðisgripir karla. Hagkvæmni
eða nýtni, sem fyrr á tímum var sennilega helst drifin af fjárhagslegum
ástæðum, lýsir í dag bæði efnahagslegri og pólitískri/umhverfisvænni
afstöðu. Því má draga ýmsar ályktanir um áhrif þessarar ólaunuðu vinnu
og færa þannig sjónarhornið frá klassískri umfjöllun um stjórnmálaþátttöku.
Aðstæðurnar voru oft þannig að íslenskar konur gerðu marga hluti í einu
og frægar eru myndirnar af prjónandi kvennalistakonum á fundum á
níunda áratugnum, hvort sem þær prjónuðu af efnahagslegum ástæðum
eða pólitískum, ástríðu eða bara myndarskap.
Þetta er aðgengileg og áhugaverð bók. Henni er vel ritstýrt og greinilegt
er að höfundar hafa unnið greinar sínar af virðingu og væntumþykju, sem
leiðir sennilega af því að viðfangsefnin eru þeim nákomin í bæði persónu-
legri og fræðilegri merkingu. Hin þverfræðilega nálgun bókarinnar er til
fyrirmyndar og höfundar beita fyrir sig margvíslegum kenningum til að
halda hinu fræðilega í jafnvægi við hið persónulega. Þessi nálgun er virðing-
arverð og varpar vissulega ljósi á lífsmáta og skoðanakerfi þessara kvenna.
En hún segir jafnframt margt um höfundana sjálfa sem bæði bregðast við
ritdómar 237
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 237