Saga - 2017, Page 248
mikið rannsökuð erlendis. Til að svara spurningunni rekja höfundar feril
nokkurra einstaklinga í miklum smáatriðum og nota reyndar mest aðrar
heimildir en þurfamannaskýrslurnar til þess. En athugunin nær til svo fárra
einstaklinga að ómögulegt er að draga neinar almennar ályktanir af þeim.
Ályktunarorð höfunda eru enda óljós og jafnvel mótsagnarkennd. Á bls. 138
segir: „Þannig lá fátæktin oft í ættum, mann fram af manni, án þess að hægt
sé að tala um að fólk hafi setið í fátæktargildru“. Á bls. 142 segir að „ekki sé
hægt að sjá að fátækt hafi beinlínis legið í ættum“.
Ritgerð Sigurðar Gylfa þjónar annars vel því hlutverki að setja skýrsl -
urnar í samhengi við almennar samfélagsaðstæður á 19. öldinni, fátækra-
málin og félagsmálapólitíkina. Textinn er margbrotinn bæði að inntaki og
aðferð, og víða komið við. Sagt er frá löggjöf og stjórnmálaumræðu um
fátækra- og framfærslumál, viðhorfum til fátækra, brjóstagjöf og ungbarna-
eldi, efnalegu ástandi og veraldlegum eigum fátækra samkvæmt dánarbú-
um. Þessir efnisþættir eru misvel tengdir saman og ekki ljóst hvaða erindi
sum efni eiga í umræðuna, t.d. mennta- og skólamálin. Áhugaverðastar
þykja mér frásagnir af persónulegum örlögum fólks og umfjöllun Sigurðar
um þau, en hann sækir í mikinn heimildasjóð ævisagna og endurminninga
sem hann hefur safnað saman. Sigurður setur fram ýmsar áhugaverðar túlk-
anir á frásögnunum og leggur áherslu á tilfinningalega upplifun einstak -
linga af fátæktinni og áhrif hennar á sjálfsmynd þeirra. Því má bæta við að
þessar örlagasögur eru einnig mikilvægar í samfélagslegu samhengi, vitnis -
burðir um raunverulegt fólk í nauðum sem tefla má gegn fordómafullum
staðhæfingum „málsmetandi“ manna um fátæktina og orsakir hennar.
Sigurður Gylfi telur að starf milliþinganefndarinnar marki einkum tíma-
mót vegna skýrslusöfnunarinnar en ekki nýmæla í löggjafarstarfi (bls. 52 og
141). Vissulega eru skýrslurnar einstakar heimildir um hagi fátækasta hluta
þjóðarinnar og rétt er það að nýju fátækralögin og sveitarstjórnarlögin 1905
voru engin byltingarsmíð. En ekki má líta fram hjá því að starf nefndarinnar
er merkilegur áfangi í hugmyndasögulegu og félagspólitísku tilliti. Sumar
af tillögum hennar leiddu til tímamótalöggjafar í félagsmálapólitík og ber
þar hæst lög um lífsábyrgðir sjómanna á þilskipum 1903, lög um stofnun
geðveikraspítala 1905 og lög um ellistyrk 1909. Greinargerð sem fylgir frum-
varpi nefndarinnar til fátækralaga er sögulegt plagg, heildstæð lýsing á
fátækraframfærslunni og jafnframt ígrunduð yfirlýsing um nýja stefnu í
málaflokknum. Þar blandast að vísu gömul og ný viðhorf, en glöggt má sjá
áhrif „nýju frjálshyggjunnar“ (félagslegrar frjálshyggju) sem vildi virkari
þátttöku hins opinbera í félagsmálum og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma
í veg fyrir að „maklegir“ þurfamenn yrðu bjargarþrota. Þessi stefna byggðist
á nýjum skilningi á fátækt — að hana mætti í vaxandi mæli rekja til þjóð -
félagslegra aðstæðna fremur en breyskleika eða veikleika einstaklinganna.
Þess vegna leggur milliþinganefndin áherslu á að greina á milli einstaklings-
bundinna og samfélagslegra ástæðna fyrir sveitarstyrk í upplýsingasöfnun
ritdómar 247
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 247