Saga - 2017, Page 254
hátt vera sprottin upp úr þessum textum í efnisskrám og vera viðbót við þá.
Hér er einnig fjallað um tónskáld og verk þeirra á skemmtilegan og aðgengi -
legan hátt, en þó í mun víðara sögulegu samhengi. Á 615 blaðsíðum er rakin
saga „vestrænnar“ tónlistar, frá kirkjusöng á dögum karlamagnúsar um 800
til dagsins í dag. Verkinu er skipt niður, á nokkuð hefðbundinn hátt, í sex
tímabil — miðaldir, endurreisn, barokk, klassík, 19. öldina og 20. öldina
fram í nútímann — sem hafa að geyma fjölda stuttra undirkafla um ákveðin
söguskeið, tónlistarform eða tónskáld.
Af hverju skyldi þurfa slíkt verk á íslensku? Þessi spurning kemur hvað
fyrst upp í hugann úr því hægt er að nálgast mun ítarlegri verk eftir viður-
kennda fræðimenn á ensku, t.d. nýjustu útgáfu af The Oxford History of
Western Music í fimm bindum. Eins og fram kemur í þakkarorðum bókar-
innar telur höfundur að það hafi vantað slíka bók á íslensku og vonar að
hún „gæti orðið undirstaða þekkingar á okkar eigin tungu um tónlist og
hlut hennar í menningunni“ (614). Tilgangur bókarinnar virðist fyrst og
fremst vera að orða hlutina á íslensku máli svo hver sem er geti nálgast
upplýsingar um Bach og Beethoven og helstu verk þeirra án þess að þurfa
að grípa til erlendra rita og hugtaka. Bókin er eflaust ætluð almennum les-
endum — tónlistarfólki, tónlistarunnendum og tónlistarnemendum — og
ber því að líta á hana sem handbók frekar en fræðirit. Hver eru markmið
höfundar með þessari bók, önnur en að fjalla um tónlistarsögu á íslensku
máli? Hversu vel tekst honum að fylgja þeim eftir?
Samkvæmt titli bókarinnar mætti ætla að tilgangur hennar sé að veita
alhliða yfirlit um sögu tónlistar á Vesturlöndum. Í formála er þó tekið fram
að með því sé átt við sögu „skrifaðrar“ tónlistar en vestræn tónlistarhefð
einkennist af því að notast er við nótnaskrift (7). Viðfangsefnin eru því fyrst
og fremst tónskáld og verk þeirra, eða sú tónlist sem kirkjulegar og verald-
legar elítur iðkuðu um aldir. Minna er um tónlist alþýðu, þótt höfundur úti -
loki hana ekki með öllu (t.d. bls. 131), en eins og bent er á var sú tónlist
sjaldnast skráð niður og því skorti heimildir um hana. Einnig er dægur -
tónlist 20. aldar sleppt viljandi.
Það vekur athygli að höfundur forðast að skilgreina viðfangsefnið sem
sögu „klassískrar“ eða „æðri“ tónlistar eins og hefðin hefur verið. Hann
telur hugtakið „klassík“ raunar „óheppilegt“, þar sem það merki eingöngu
ákveðið tímabil í tónlistarsögunni, og kýs frekar að skilgreina viðfangsefnið
sem „sögu skrifaðrar tónlistar á Vesturlöndum“ (7). Með því er þó einu
flóknu hugtaki skipt út fyrir annað því „Vesturlönd“ hafa óljósa land -
fræðilega og menningarlega merkingu. Margir hafa glímt við að skilgreina
mörk hins vestræna, og í þessari bók er aðallega fjallað um sögu tónlistar-
innar í hjarta Evrópu — Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Ítalíu og Austur -
ríki — en minna litið til jaðarsvæða hins vestræna heims eins og Rússlands,
Norður-Ameríku eða Norðurlanda. Meðal þessara jaðarsvæða er vitaskuld
Ísland, en þar sem bókin er skrifuð á íslensku er eðlilegt að fjallað sé jafn-
ritdómar 253
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 253