Saga - 2017, Side 255
framt um tónlistarsögu Íslands. Í formála boðar höfundur að „þróun tónlist-
ar á Íslandi“ verði „fléttuð saman við erlendar stefnur og strauma“, sem
verður að teljast einkar forvitnilegt þar sem hann hefur sjálfur stundað rann-
sóknir á íslenskri tónlistarsögu. Það veldur því vonbrigðum að ekki hafi
verið nýtt meira rúm til að fjalla um Ísland, en umfjöllunin einskorðast við
nokkrar blaðsíður. Aðeins stuttlega er minnst á erlenda tónlistarkennarann
Ríkini á miðöldum (20), tíðasöng Þorláks Helga, Þorlákstíðir (36–37),
íslenska tvísönginn (47), Messusöngsbókina „Graduale“ frá því á 16. öld
(116–117), rætur Niflungahrings Richards Wagners í íslenska sagnaarfinum
(393), þjóðlega tónsköpun á 20. öld (507–508) og íslenska raftónlist (536). Því
er það áleitin tilfinning að hér hafi glatast tækifæri til að miðla nýjum rann-
sóknum á íslenskri tónlistarsögu og fjalla um þróunina á Íslandi í vestrænu
eða þverþjóðlegu samhengi. Ekki virðist heldur hafa gefist mikið rúm til að
fjalla um tónlist annars staðar á Norðurlöndum sem tónlistarsaga Íslands er
hvað mest tengd við.
Þegar kemur að því að skrifa yfirlitsrit felst nálgun höfundar í því að
draga upp mynd af tónlist sem „farvegi listrænnar tjáningar“ annars vegar
og „spegli samtíma og samfélags“ hins vegar (7). Hér er leitast við að fjalla
ekki eingöngu um tónlistina sem listrænt fyrirbæri heldur um leið að skýra
í hvaða sögulega og samfélagslega samhengi hún verður til. Sú ákvörðun
að fjalla skyldi um öll helstu verk og tónskáld setur höfundinum þó skorður,
því þar með skapast takmarkað rúm til að kanna spegil tónlistarinnar í sam-
félaginu. Sums staðar er ítarleg umfjöllun um samhengið við stjórnmála-,
félags- og menningarsögu hvers tíma á meðan slíkt er nánast aukaatriði
annars staðar. Annað þýðingarmikið atriði við samningu yfirlitsrita er efn-
isvalið. Höfundur vill finna meðalveg milli þess að hafa „sem skýrasta
yfirsýn“ og „kafa dýpra í nokkur lykilverk“ tónbókmenntanna (8). Því
verður vitaskuld oft að stikla á stóru. Samt tekst vel að samræma markmiðin
með markvissri notkun rammatexta um ákveðin tónverk, sem ekki eru hluti
frásagnarinnar, t.d. Messías eftir Händel (227–228), með nótnadæmum sem
og fjölda vel valinna mynda.
Textinn er þess eðlis að höfundur leitast við að koma að miklum fjölda
staðreynda á borð við mannanöfn, hugtök og ártöl. Honum tekst þó furðu -
vel að láta textann flæða þrátt fyrir það, en frásögnin er einnig brotin upp
með tíðum kaflaskiptum, myndum og þvíumlíku. Annað, sem þó má telja
sérkennilegt, er hvernig reynt er að blanda saman stíl alfræðiorðabóka og
frásagnarstíl. Það birtist m.a. í kaflaheitunum sem sum eru skýr og ákveðin,
eins og „Lúther og tónlist mótmælendakirkjunnar“, en önnur, t.d. „kóngur
í klípu“, gefa lítið upp um innihaldið, ef flett er upp í efnisyfirlitinu, og
kunna þannig að gera lesendum erfiðara að nota bókina sem handbók eða
uppflettirit.
Einna algengasti vandi við samningu yfirlitsrita er að velja skráningar-
form heimilda þannig að það henti öllum og hefur verið ýmis gangur á því.
ritdómar254
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 254