Saga - 2017, Page 257
Sveinbjörn Rafnsson, UM SNORRA EDDU OG MUNkAGAMAN.
DRÖG TIL MENNINGARSÖGU ÍSLENSkRA MIÐALDA. Ritsafn Sagn -
fræðistofnunar 43. Ritstjóri Guðmundur Jónsson. Háskólaútgáfan.
Reykjavík 2016. 283 bls. Summary, handritaskrá, ritaskrá, nafnaskrá.
Í þessu riti er tekist á við mismunandi texta sem mótuðu íslenska menningu
fyrri alda, mismikið og með misjöfnum hætti. Einn þeirra er líklega þekkt-
asta einstaka verk íslenskra miðaldabókmennta, Snorra Edda. Önnur verk
eru síður kunn og má þar sérstaklega nefna Munkagaman (Joca Monachor -
um) sem birtist hér útgefið í nokkrum gerðum. Ástæðan fyrir því að þessir
textar eru umfjöllunarefni í einu og sama ritinu er sú að höfundur greinir
þræði sem liggja á milli þeirra og fjallar um þá sem hluta af tilteknu menn-
ingarsögulegu samhengi.
Munkagaman er rit sem ekki hefur verið rækilega rannsakað af íslensk-
um fræðimönnum, en þessi útgáfa mun þó eflaust ýta undir slíkar rann-
sóknir. Það er ekki til í handritum sem eru eldri en frá fimmtándu öld, en
hér er bent á að textinn hafi „svo fornleg einkenni að furðu gegnir“ (bls. 165)
og hafi jafnvel verið saminn á tólftu öld. Það kemur heim og saman við það
sem áður hefur verið bent á varðandi þennan texta, að erlendar heimildir
hins íslenska Munkagamans eru ævagamlar og það er afar líkt latneskri
gerð frá níundu öld. Munkagaman er safn spurninga sem lærisveinn spyr
meistara og fjalla um sköpun heimsins, byggingu og ýmiskonar fyrirbæri í
veröldinni. Ef fallist er á að hér sé á ferð rit sem teljist meðal þeirra elstu sem
rituð voru á Íslandi hefur það ýmisleg áhrif á rannsóknir á íslenskum
menntaheimi á tólftu öld. Því er mikið gagn að þessari útgáfu og væri það
eitt sér næg rök fyrir nytsemi ritsins, sem hefur þó mun viðtækara umfjöll-
unarefni og er varla hægt að gera því öllu skil í stuttum ritdómi. Veigamest
er þó umfjöllunin um Snorra Eddu og ný sýn, sem sett er fram, á menn -
ingar sögulegt samhengi hennar.
Snorra Edda hefur í tímans rás verið rækilega rannsökuð af bæði ís -
lensk um og erlendum fræðimönnum út frá ýmsum sjónarhornum og hefur
tilurð ritsins verið sett í ýmiskonar samhengi. Hér er einn slíkur þráður rak-
inn, sem tengir Snorra Eddu við almenn fræðastörf Íslendinga á tólftu öld
og ýmiskonar erlend rit sem voru þekkt meðal íslenskra menntamanna. Þar
horfir höfundur ekki einungis til beinna rittengsla heldur einnig á formgerð
ritsins og ýmiskonar hugmyndir sem þar eru á reiki.
Í upphafi er fjallað um handrit Snorra Eddu og tengsl þeirra innbyrðis.
Þar er gengið á hólm við tvær ríkjandi hugmyndir um verkið, annars vegar
að varðveittar gerðir þess séu byggðar á einu og sama erkiritinu (þý. arche-
typus) en þar telur höfundur eðlilegra að gera ráð fyrir flóknara samhengi.
Hins vegar andæfir hann þeirri viðteknu skoðun að elstu gerð Snorra Eddu
megi finna í sameiginlegu forriti konungsbókar, Trektarbókar og Worms -
ritdómar256
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 256