Saga - 2017, Síða 258
bókar en að fjórða meginhandrit hennar, Uppsalabók, sé stytt gerð af þessu
erkiriti. Er bent á ýmis rök sem mæla gegn því að efni hafi verið fellt úr
Uppsalabók en þess í stað dregnar fram vísbendingar sem benda til annars
möguleika, nefnilega að efni úr einni gerð Trójumannasögu, hinni svo-
kölluðu B-gerð, hafi verið aukið við sameiginlegt forrit handritanna þriggja
og Uppsalabók sé því fulltrúi eldri gerðar sem ekki hafi innihaldið slíkt efni.
Þá bendir höfundur á að við eina af yngri gerðunum, Wormsbók, hafi verið
aukið efni úr ýmsum öðrum ritum og nefnir m.a. Stjórn, Alexanders sögu
og Rómverja sögu. Hér þarf vissulega að stíga varlega niður fæti en þó er
mikilvægt að halda því til haga að formáli Snorra Eddu varð til í samhengi
við almennan lærdóm um Trójumenn og mannkynssögu. Meðal þess sem er
áhugavert við þessa nýju sýn á samhengi handritanna, sem er þó í samræmi
við hugmyndir ýmissa ágætra fræðimanna á nítjándu öld, er að hér er t.d.
gert ráð fyrir að ástæða sé fyrir því að Trója sé kölluð Rómaborg í Uppsala -
bók, en það er ekki afgreitt sem villa eins og gert var áður: „Vera má að höf-
undur textans í Uppsala Eddu þekki til þeirrar gömlu skoðunar að Róma -
borg sé arftaki Tróju og að Rómverjar hafi talið sig afkomendur Tróju -
manna“ (bls. 18). Undir þetta má taka. Það er rökréttara að leita hugmynda-
sögulegra skýringa á svona frávikum í texta fremur en afgreiða þau sem
villur.
Þessi kenning um samhengi handritanna stendur og fellur með því að
nota megi innskot úr Trójumannasögum sem vísbendingu um þróunarstig
mismunandi gerða Snorra Eddu. Hugmyndin virðist sannfærandi. Vitað er
að ýmsar gerðir af Trójumannasögum voru til á Íslandi tólftu og þrettándu
öld, sennilega bæði á latínu og íslensku. Bent er á að gerðir Trójumanna -
sagna hafi að öllum líkindum verið notaðar við latínukennslu en „[l]atínu-
kennslunni hefur fylgt fræðsla í grísk-rómverskri goðafræði þegar heiðnir
textar voru lesnir auk þess sem hreinlega voru lesin fræðslukvæði um
heiðin goð“ (bls. 38). Síðan renna þessar gerðir í tvo meginfarvegi, annars
vegar hina stuttu A-gerð sem til er í afritum frá seinni öldum, en ritari
Uppsalabókar virðist hafa þekkt eldri útgáfu af henni, á íslensku eða latínu.
Svo er það B-gerðin, sem finnst í Hauksbók og hefur einnig verið í þeirri
gerð sem Ormur Snorrason lét skrifa upp um miðja fjórtándu öld. Ritari
Wormsbókar hefur haft fyrir sér B-gerð í einhverri mynd, þó ólíkri þeirri
sem finna má í Hauksbók og Ormsbók. Hið sameiginlega forrit sem aðrar
gerðir en Uppsalabók hvíla á, hér nefnt „viðtekinn texti“, hefur einnig nýtt
sér B-gerðina en á eldra þróunarstigi.
Hér er einungis vikið að eftirritum Snorra Eddu, sem öll eru frá fyrri
hluta fjórtándu aldar. Höfundur nýtir sér hins vegar ýmsa viðauka Uppsala -
bókar, skáldatal, ættartölu og lögsögumannatal, til að rekja þróunarsögu
verksins á þrettándu öld. Þannig má rekja lögsögumannatalið til tíma
Snorra Sturlusonar (d. 1241) en skáldatalið tengist bróðursyni hans, Ólafi
ritdómar 257
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 257