Saga - 2017, Side 259
Þórðarsyni (d. 1259), og ættartalan og yngri gerð skáldatals Agli Sölmundar -
syni (d. 1297), systursyni Snorra. Þannig má skynja Edduna sem verk í
sífelldri sköpun höfðingja af Sturlungaætt, áður en hún fer að kvíslast í þær
útgáfur sem nú eru til.
Hér er beitt sömu grundvallaraðferðum og höfundur hefur áður nýtt
sér, með góðum árangri, í Landnámurannsóknum. Munu niðurstöðurnar
eflaust leiða til endurmats á sköpunarsögu Snorra Eddu, þar sem atlaga hef-
ur verið gerð að rökunum fyrir því Uppsalabók sé yngri en aðrar gerðir rits-
ins. Á hinn bóginn er þetta einungis hluti af því sem fjallað er um í þessari
bók. Þar er einnig reynt að greina Snorra Eddu gagnvart öðrum miðaldarit-
um og sérstaklega tekist á við þá algengu skoðun að ekki skuli leita annarra
heimilda að ritinu en þeirra sem sérstaklega eru tilteknar í textanum
sjálfum. Þannig er sjóndeildarhringur fræðimanna þrengdur að óþörfu. Hér
finnast hins vegar ýmiss konar tengsl við önnur rit. Formgerð og efni Gylfa -
ginningar minnir á tiltekin atriði úr Leiðarvísi Nikulásar ábóta, karla -
magnús sögu, Þiðriks sögu og hinu áðurnefnda riti Munkagaman. Þá er
Gylfaginning einnig byggð upp í kringum heimsfræðilegar spurningar eins
og Munkagaman. Hið sama má raunar segja um annan hluta Eddu, Skáld -
skaparmál, sem minnir að formgerð á latnesk orðasöfn, svokölluð Her -
meneu mata. Í ljósi lærdóms höfundar og áhrifa úr öðrum sögum kemst höf-
undur að þessari niðurstöðu: „Vel má vera að nokkur ósvikinn fróðleikur
um norræna heiðni komi fram í Snorra Eddu en ætíð þarf [að] prófa hvert
atriði í ljósi þeirrar kristnu menningar sem verkið og höfundur þess hljóta
að vera mótuð af. Skemmti- og fræðslurit um skáldskap frá kristnum mið -
öldum, eins og Snorra Edda, er síður en svo óbrigðul heimild um norræna
heiðni“ (bls. 141).
Allrækilega er fjallað um elstu íslensku rímtölin og elstu gerðir þeirra á
tólftu öld. Er sú umfjöllun fróðleg í sjálfri sér en tengist einnig mikilvægu
stefi í formála Snorra Eddu, afstöðunni til grísk-rómversku guðanna. Í eldri
rímtölum er skýr viðleitni til að tala sem minnst um þá, en síðan virðist sú
viðleitni hafa verið álitin tilgangslaus og ýmsar glósur um grísk-rómverska
guði og Trójustríðið, sem voru á sveimi, hafa ratað inn í hin og þessi handrit
Trójumannasögu. Er niðurstaða þessa rits að áhrif sögunnar á íslenska
sagna ritun hafi verið mikil og jafnvel náð til íslenskra gerða Landnámu.
Margar nýjar hugmyndir koma fram í þessu verki og munu sumar
þeirra eflaust verða umdeildar. Þegar á heildina er litið virkar röksemda-
færslan þó sannfærandi og full ástæða er til frekari rannsókna á því lærða
samhengi sem Snorra Edda er hér sett í. Þá er þess að vænta að töluvert
meira tillit verði tekið til Munkagamans í umfjöllun um lærdóm Íslendinga
á tólftu og þrettándu öld en áður hefur verið gert. Misfellur á bókinni eru
fáar og einkum prentvillur. Ekki er þess að vænta að höfundur fjalli um öll
þau fræðirit sem áður hafa verið gerð um Snorra Eddu, jafn gríðarmörg og
umfangsmikil og þau eru. Eins rits saknaði ég þó sérstaklega en það er
ritdómar258
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 258