Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 36
34
Eftirmáli
Drápa þessi var kveðin á Djúpavík 28. júlí 1947 og lýsir afreki
sem varð umtalað í sveitinni og allfrægt í minni manna. Sundið
var án efa nokkurt hættuspil en kveðskapurinn og teikningarnar,
sem fylgja, eru til vitnis um þann léttleika og glaðværð sem menn
eru sammála um að hafi ríkt á þessum árum í síldarverksmiðj-
unni, ekki síst í kringum Olíuhúsið. Talið var að drápan hefði
glatast, enda hafði hún ekki fundist þrátt fyrir mikla leit fyrir all-
mörgum árum, og þótti mörgum, sem kunnu stök erindi, það
miður. Nýlega kom hún þó í leitirnar ásamt nokkrum Djúpavík-
urteikningum þar sem höfundurinn bregður upp skoplegri mynd
af nokkrum af vinnufélögunum. Hefur hann góðfúslega leyft
okkur að birta þær með kvæðinu.
Um sögusviðið skal þess getið að lýsið var brætt í Olíuhúsinu,
sem svo var kallað, í suðvesturhluta verksmiðjubyggingarinnar,
þ.e. fjallsmegin, gegnt tönkunum. Meðal verkefna starfsmanna í
Olíuhúsinu var að tæma svonefnda Bogaþró (sem kennd var við
Finnboga Jónsson frá Norðurfirði sem áður fyrr mun hafa séð um
að dæla úr henni og hreinsa hana), en hún liggur neðst og suð-
austan til í byggingunni. Þessi þró er allstór en ekki mjög djúp.
Þar safnaðist fyrir sjór og grútur, afrennsli úr geymsluþrónum
sem lágu hærra. Lýsi, sem flaut ofan á, var dælt upp í Olíuhúsið til
vinnslu, hinu, sem eftir varð, út í sjó. Lýsið úr Bogaþró þótti síðri
vara en annað lýsi og var ekki blandað saman við það. Gufudælur,
sem stóðu við hliðina á þrónni og voru notaðar við dælinguna,
vildu stíflast þegar síldarúrgangur og rusl barst með lýsinu og
þurfti þá að hreinsa þær. Til þess þurfti að skrúfa ofan af bullun-
um og var notaður við það lykill sá sem lenti í þrónni.
Segja má að Olíuhúsið hafi verið eitt stórt rými en inn af kvarna-
loftinu var kompa sem tilheyrði Olíuhúsinu. Í kompunni höfðu
starfsmenn aðstöðu og menn minnast þess að mikið af kveðskap
og skopmyndum þakti borð og veggi þar, og reyndar víðar. Vet-
urinn 1947–48 mun hafa fennt þarna inn og við það eyðilagðist
mest eða allt það efni sem þar var og var því einfaldlega fleygt út
þegar standsett var vorið eftir.
Síldveiðar voru stopular sumarið 1947 og mun það hafa gefið
mönnum færi á að sinna listagyðjunum af meiri alúð en ella hefði
kannski verið. Þegar unnið var allan sólarhringinn voru í Olíuhús-