Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 68

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 68
66 þroskuð vínber því með í för var maður, Tyrkir suðurmaður, sem þekkti vínvið og vínber af eigin raun, en hann var fæddur og uppalinn í vínræktarhéraði suður í Evrópu eins og hann seg- ir sjálfur í Grænlendingasögu, „því ég var þar fæddur er hvorki skorti vínvið né vínber“. Að þetta hafi verið vínber en ekki einhver önnur ber verður því að teljast trúverðugt. Óhugsandi er að berin sem leiðangurinn fann hafi verið einhvers konar skógarber, rifsber eða bláber eða einhver önnur álíka ber, sem sjálfsagt hafa vaxið á Nýfundnalandi í þá daga. Tyrki verður að telja fullfæran um að skera úr um það. Grænlendingasaga segir að Tyrkir hafi talað þýsku þegar hann kom til búða Leifs eftir að hafa fundið vínberin og hefur því verið talinn Þjóðverji. Ekki þarf það þó endilega að vera, sagan segir hvergi að Tyrkir hafi verið Þjóðverji þó hann hafi talað þýsku. Hann gæti alveg eins hafa verið frá einhverju öðru landi í Mið-Evrópu þar sem vín- viður var ræktaður. Nafnið Tyrkir bendir jafnvel frekar til landa sunnan og austan við Þýskaland, en til Þýskalands sjálfs. Lýsing á útliti og framkomu Tyrkis í Grænlendingasögu gæti enn fremur ekki síður átt við íbúa Suðaustur-Evrópu (Ungverja/Slava) en við Þjóðverja. Enn frekari vísbending um uppruna nafngiftar Tyrkis gæti verið sú staðreynd að Byzansmenn kölluðu Ungverja og næstu nágranna þeirra í suðri og austri gjarnan Tyrkoe, enda töldu þeir hegðun og lífsstíl Ungverja svipa mjög til Tyrkja, nágranna sinna í austri. Ekki getur því talist óeðlilegt að Eiríkur rauði, sem að öllum líkindum gaf Tyrki þetta sérstæða nafn, hafi við nafngiftina haft hliðsjón af uppruna hans og útliti. Eiríkur rauði hitti Tyrki sjálfsagt í Norður-Þýskalandi þegar hann var þar í víking á sínum yngri árum, en Tyrkir gæti sem best hafa verið kominn þangað, t.d. sem stríðsfangi, því þessar þjóðir áttu í miklum illdeilum við Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir um miðja 10. öld. Margar orrustur voru háðar víða í Þýskalandi, m.a. við Brimaborg í Norður-Þýskalandi. Tyrkir gæti því einfaldlega hafa orðið þar innlyksa. Þýska gæti því hafa verið honum munntöm eftir langa dvöl á þýsku landsvæði. Ef hins vegar nafngift landsins er röng, engin vínber hafi þar komið við sögu eins og sumir hafa haldið fram, er í reynd kannski ekkert því til fyrirstöðu að „Vínlandsfararnir“ hafi aldrei farið lengra en til Nýfundnalands þar sem Leifur reisti þá væntanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.