Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 120
118
svo margar aðrar af smáhópum. Ætlunin hafði verið, að Pétur
Leifsson, ljósmyndari, tæki hópmyndina, en það slitnaði víst upp
úr samningum við hann.
Unnur Jónsdóttir er þarna fremst, giftist Úlfari Þórðarsyni,
augnlækni, mikil málamanneskja, bar af í ensku, lék á píanó,
en Katrín spilaði þó meira. Páll Ragnarsson Leví, hann fór á
liðsforingjaskóla í Danmörku, vann hjá Vitamálastjórn, nýlega
látinn, hann fylgdi okkur, en Unnur vissi varla, hvar hún stóð,
hún var öll á bókina. Hún var „sympathiserandi“ eins og við
kölluðum það. Magnús Geirsson, þá reglumaður, en ekki síðar,
tók verzlunarpróf í Englandi, enginn vafi, hvar hann stóð. Thor
Jensen Hallgrímsson, Borri, var hjá Kveldúlfi, vann hjá þeim á
Hesteyri, sonur Guðmundar Hallgrímssonar, læknis; Hermann
Þórarinsson frá Hjaltabakka er þarna, átti ágætt með að læra og
beztur í leikfimi, öllum íþróttum, og hann varð lögreglustjóri
og útibússtjóri á Blönduósi; næst er Vagn Jónsson, kurteis,
hálfdanskur fasteignasali. Þá kemur Þorsteinn Sveinsson, hann
var misjafn í námi, varð lögfræðingur, var í stúku, söngmað-
ur, stjórnaði kór. Þegar Þorsteinn var á Ísafirði, þá var Jóhann
Salberg Guðmundsson sýslumaður á Hólmavík, og Þorsteinn
var alltaf að hringja í Jóhann og spyrja hann ráða; Salberg var
traustur maður.
Kristján Jóhannesson var eldri en við, prúður, varð læknir,
átti greinar í Skólablaðinu. Pétur Kristinsson, lágvaxinn, sést bara
í hálft andlitið á honum, og hann er ekki með húfuna, góður
taflmaður; einu sinni var gefið frí, vegna þess að hann og Bogi
þurftu að fara að tefla! Friðrik Diego var líka í stærðfræðideild-
inni, kallaður Diggó, ég þekkti hann nokkuð. Hann og Sigurður
Ingimundarson voru saman í gengi með Eyþóri Dalberg, og þeir
gerðu eins og Dalberg sagði þeim, og Eyþór kunni fingramál.
Sigurður var krati, einhvers staðar hefur hann fengið bitling;
ég var áður búinn að segja frá minningum mínum um hann
úr Þingholtunum og Eyþór Dalberg; Eyþór varð stúdent 1935,
fór í læknisfræði, settist að í Bandaríkjunum, varð yfirlæknir í
hernum.
Næstur er Oddur Ólafsson, læknir, inspector scholae mér til
lítillar ánægju, held ég hafi skrifað um það í Skólablaðið. Oddur
var kosinn af litlu-bekkingunum, en ekki okkur, hafði lítinn