Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 138
136
að forða henni frá fangabúða-
vist og dauða. En Benjamín tók
saman við aðra, áður en hann
fór, sú var leikkona, Valentína
Sperantova. Kannski fékk hann
skrekk, forðaði sér til Svíþjóðar,
þegar kunningjar hans fóru að
hverfa á Hótel Lux![19]
Ég heimsótti Veru oft, hún
bjó á annarri hæð í litlu 2ja
hæða prívathúsi í um 20 mín-
útna göngufjarlægð frá mér,
við stíg eða þvergötu, pereu-
lok, útfrá stórgötunni Arbat.[20]
Hún hafði eins konar vinnu-
konu, barnapíu, því sjálf vann
hún úti. Ég sá aldrei gesti hjá
henni. Hún var orðin einstæð-
ingur þarna. Vel líklegt, að fólk hafi forðast hana, þegar fréttist,
að hún lá undir grun. Ég hafði heimsótt hana á spítalann, þegar
hún ól barnið í marz 1937. Ég sagði Veru, að móðir Benjamíns
héti Sólveig, og ég bætti svo Erlu-nafninu við, það var út í loft-
ið, en mér fannst það fallegt. Hún féllst á, að hafa bæði nöfnin
íslenzk.
Vera skrifaði mér nokkur bréf, eftir að ég var kominn til
Danmerkur í árslok 1937. Ég sendi henni addressuna mína, þar
sem ég var hjá systur minni á Jótlandi. Ég leyfði Benjamín að fá
þessi bréf, og þau eyðilögð-
ust hjá honum, þetta voru 4
bréf, get ekki fyrirgefið hon-
um það, grunaði ekki, að
hann myndi haga sér svona,
eitthvað hefur honum ekki
líkað, sem hún sagði. Í bréf-
unum sagði hún, að sér hafi
verið farið að þykja vænt um
mig og ásakaði mig fyrir að
vera latan að skrifa. Hún tal-Miði í neðanjarðarlestina í Moskvu.
DZZ, Deutsche Zentral-Zeitung.