Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 71
69
með mildu veðurfari þar sem Grænlendingar og Íslendingar
gætu sest að og reist norræna byggð. Frásagnarvert hlýtur því
að hafa verið að tíðarfar í Leifsbúðum hafi verið litlu eða engu
skárra en í heimabyggðum Vínlandsfaranna austanhafs, þó þess
sé að engu getið í sögunum. Vínland getur því ekki hafa verið
þar, hlýtur að hafa verið þar sem loftslag var mildara og heitara,
a.m.k. að sumarlagi og þá ekki ólíklega inn í Lárentsflóa eða upp
með Lárentsfljóti eins og áður hefur verið nefnt.
Hvers vegna Vínlandsferðir og hví mistókst landnám vestra?
Um 975 var mikið hallæri á Íslandi, 10 árum áður en Grænland
fór að byggjast og aldarfjórðungi áður en Vínlandsferðirnar hóf-
ust um aldamótin 1000. Gera má því ráð fyrir að við upphaf
Vínlandsferðanna hafi jarðvegur verið góður/heppilegur fyrir
útrás og leit nýrra byggilegra landa, þar sem veðurfarsskilyrði
væru betri en á Íslandi og Grænlandi. Hallærið var þá enn í
fersku minni. Landnám vestra tókst ekki, þrátt fyrir ítarlegar
tilraunir til að setjast að á Vínlandi, þar sem Vínlandsförunum
leist vel á sig og þótti tvímælalaust búsældarlegt. Meginástæða
þess að tilraunirnar misheppnuðust var vafalítið sú að norrænu
landnemunum mættu fjandsamlegir frumbyggjar, sem flæmdu
þá aftur til fyrri heimkynna, enda fjölmennir og illskeyttir þegar
til kastanna kom. Sjálfsagt hefur einnig vantað nokkuð upp á
samskiptalipurð nýju landnemanna, enda óbeislað og villt vík-
ingablóð enn í æðum þeirra. Lítill vafi er á að landnemarnir
norrænu voru miklu betur vopnum búnir en frumbyggjarnir og
því ekki víst hvernig farið hefði, ef norrænu þjóðirnar hefðu í
sameiningu staðið að landnáminu á Vínlandi í upphafi 11. aldar
og farið þangað með nokkurra hundraða eða fárra þúsunda
manna lið í kjölfar Leifs og Karlsefnis. Slíkt hefði vafalítið verið
mögulegt og má í því sambandi benda á að Sigurður Jórsalafari
fór í krossferð frá Noregi um Njörvasund til Jórsala á um 60
skipum með 5–6000 manna norrænt lið í byrjun 12. aldar. Slíkur
leiðangur, þó fámennari hefði verið, frá Norðurlöndum til
Vínlands í kjölfar Vínlandsferða Íslendinga og Grænlendinga,
hefði hugsanlega getað tryggt norræna búsetu vestra ef konur
og búsmali hefðu verið með í för. Ekki er hægt að útiloka, ef
þannig hefði verið staðið að málum, að norrænir menn og síðar