Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 124
122
gangandi. Við spurðum spurninga í „kalda stríðinu“ en fengum
engin svör.
Þær voru efstar í bekknum, Dagný, Katrín, Unnur og Nanna;
góðar líka í ensku, og Unnur bar þar af, við áttum flest erfitt
með enskuna. Bogi þrumaði „... að sitja yfir þessari sauðheimsku
nautahjörð ...“. Dagný lézt 1937, varla 22 ára. Elín var dóttir
Davíðs bakara, fremur lítið bar á henni í skóla, hún giftist ensk-
um manni, en hún kom nú í heimsókn og á bekkjarsamkomur
með okkur. Þá er Lárus. Við Lárus vorum sessunautar öll 6 árin
í skólanum og beztu vinir. Hann fór strax til Kaupmannahafnar
1934 í leiklist á Konunglega leikhúsinu, lék þar og kom heim
með Petsamoferð Esju, eldheitur kommúnisti. Fremur lágvaxinn,
rauðhærður, uppstökkur og var strítt. Mjög skemmtilegur, hafði
góða rödd, fljótur að læra. Lék í Herranótt. Hermann sagði, að
við mættum ekki gera grín að Lárusi, þetta væri hans hjartans
mál, hann þyrfti uppörvun, hann væri ekki nógu sjálfsöruggur,
„trúðar og leikarar ... þar um völl,“ hafði ég sagt um Lárus.
Óttar Proppé, prúður, bjó í Valhöll við Melatorg, var stutt,
utanskóla, fór í verzlun, og Páll Þorgeirsson varð heildsali, faðir
núverandi flugmálastjóra. Páll var gamaldags íhaldsmaður, alls
Hótel Lux í Moskvu.