Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 50

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 50
48 upp úr 1950 að flutningabíll valt við ræsið yfir lækinn. Aðalfarm- ur bílsins var áfengi fyrir Áfengisverslunina á Akureyri og eitthvað átti að fara til Sauðárkróks. Við veltuna brotnaði mikið af vínflösk- um og menn sáu áfengið renna í lækinn og mun ýmsum hafa þótt þar fara margur góður sopinn fyrir lítið. Eftir þetta atvik fékk svo lækurinn nafnið Brennivínslækur. Eins og áður hefur verið vikið að er Holtavörðuvatnið í lægð- inni þarna vestur af. Í það renna margir lækir sem koma ofan úr Tröllakirkju. Úr suðurenda vatnsins kemur Norðurá. Norðan við vatnsendann er allstór hóll, langur og vísar norður-suður. Hann heitir Tjaldhóll. Elsti vegurinn liggur eftir honum. Við suður- austurendann á hólnum sjást smá kofarústir. Þegar fjárkláðinn herjaði á sauðfé bænda um miðja 19. öld voru settir varðmenn á heiðarnar til að reyna að koma í veg fyrir samgang sauðfjár milli héraða. Þarna höfðu þeir bækistöð á þessu svæði. Með nokkrum sanni má segja að þarna hafi verið gerð tilraun til sauðfjárveiki- varna og má ekki falla í gleymsku. Vegurinn, sem notaður var á undan þeim sem nú er, lá einmitt þarna skammt frá og sveigði síðan í norður á hæðirnar. Ef fylgt er áfram gamla veginum þarna þá er lítið vatn á vinstri hönd sem heitir Grunnavatn og úr því rennur smá lækur í norð- urenda Holtavörðuvatns. Hæðirnar, sem vegurinn liggur eftir, heita Grunnavatnshæðir. Þar á litlu holti, þar sem hæst er á hæð- unum, hægra megin miðað við að farið sé norður veginn, er hlað- in varða sem heitir Konungsvarða. Þarna sést fyrst norður í Hrúta- fjörð af gamla veginum. Varðan er hlaðin til minningar um komu dönsku konungshjónanna árið 1936. Fangamark konungs er höggvið í seinsteyptan topp vörðunnar. Að öðru leyti er hún hlað- in úr grjóti og mjög vel gerð. Sá sem hlóð vörðuna hét Skeggi Ásbjarnarson. Varðan sést af núverandi vegi. Það var mikið afrek að leggja þennan veg á fjórða áratug síð- ustu aldar. Þarna unnu menn með haka og skóflur. Hestum var beitt fyrir vagna sem fluttu bæði sniddu og möl í veginn. Eins og áður hefur komið fram var grjótið úr vörðunum notað í veginn ásamt því grjóti sem til náðist en því var púkkað í vegstæðið. Þor- steinn Ólafsson kennari, frá Hlaðhamri í Hrútafirði, var í vinnu- flokki á heiðinni sumarið 1934. Fram að þeim tíma réðu verk- stjórar hvaða kaup þeir greiddu hverju manni. Þetta sumar samdi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.