Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 88
86
undir stjórn Einars Hansen skipstjóra og verður almenningi til sýnis
í Fiskifélagshúsinu á horni Ingólfsstrætis og Skúlagötu kl. 2–4 e.h. á
sunnudag.
Skjaldbakan var geymd í frystihúsinu á Hólmavík í allt að 30 stiga
frosti. En á fimmtudag lagði Einar skipstjóri af stað með hana suður í
sýningarferð í lokuðum bíl og sýndi hana fyrst á Akranesi.
Ingimundur Kr. Ingimundarson, fyrrum Hólmvíkingur,
var skipstjóri á Haraldi AK sem flutti dýrið til Reykjavíkur.
Strandamenn á Akranesi voru allsstaðar til taks að aðstoða
Einar. Sigmundur Jónsson frá Kambi, einnig Hólmvíkingur um
tíma, og Vignir Guðmundsson, blaðamaður Mbl. aðstoðuðu við
að útvega frystigeymslu og sýningarsal. Gekk það illa lengi vel.
Dr. Finnur Guðmundsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins,
sem keypti skepnuna, var auk þess hjálplegur við ýmsar upplýs-
ingar og leiðbeiningar.
Alþýðublaðið 20. okt.:
Skjaldbakan sýnd í Rvík.
Skjaldbakan fræga er nú komin til Reykjavíkur. Hún mun verða til
sýnis í dag, frá 2–4, í húsi Fiskifélagsins við Skúlagötu. Einar Hansen,
sá sem fann þessa margumtöluðu skjaldböku, kom sjálfur með hana
hingað, en mun ekki hafa tök á að sýna hana almenningi nema aðeins
þennan dag.
Vísir 3. okt. talar um bláfátækt Einars og telur eðlilegt að hann
vilji fá eitthvað fyrir snúð sinn. Á þessum tíma var mikið aflaleysi
á Ströndum. Tveimur árum síðar bættist við að hafísinn kom
og lokaði Húnaflóanum langtímum saman og menn áttu fullt í
fangi með að halda bátum sínum. Einar var ekki einn um það
en mun, sem aðrir, hafa staðið tæpt. Glögga lýsingu á ástandinu
má finna í ritinu Strandir 2, bls. 287 (Dr. Eysteinn Sigurðsson. Ágrip
af sögu Kaupfélags Steingrímsfjarðar), og verður ekki betur séð en
sjálft kaupfélagið hafi verið farið að riða til falls:
„En erfiðleikarnir voru miklir, og raunar var þarna teflt á tæp-
asta vað með rekstur félagsins,“ segir þar.
Ráðagerðir um sölu skjaldbökunnar hófust strax á öðrum
degi. Hans Sigurðsson oddviti beitti sér helst fyrir því fyrir