Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 135
133
veiktist. Dimitri var á sama
aldri og ég og þekkti Gilbert
Furubotn. Hann var kallaður
í herinn 1936, var í skrið-
drekaherdeild nærri Minsk,
þegar hann sendi mér þessa
mynd af sér. Dimitri skrif-
aði mér nokkur bréf og byrj-
aði gjarnan á „Guten Tag,
Genossen Magnusson“ eða
„Eymundur“ (sem hann skrif-
aði Eimundur), og svo var
áframhaldið á rússnesku, því þýzku kunni hann ekki. Hann gat
þó skrifað „schreiben Sie“ – ég var alltaf pennalatur. Hann talaði
ekkert um herinn. Svo slitnaði sambandið við hann; ekki veit ég,
hvað varð um hann í stríðinu.
Sumarið 1936 bjó ég á stúdentaheimili fyrir utan Moskvu og
var reyndar kominn þangað fyrr, því ég man, að daginn fyrir 1.
maí 1936 var ég of seinn að ná í járnbrautina út úr bænum. Ég
var að rangla á ulitsa Gorkowa, það er stórgata í Moskvu og heitir
nú ulitsa Tverskaja eins og var fyrir byltinguna, nema kannski að
lítill bútur af henni hafi fengið að halda Gorkí-nafninu. Þarna
var ég tekinn fastur. Búið var að raða upp skriðdrekum fyrir
hersýninguna daginn eftir, 1. maí, og ég lenti í yfirheyrslu í 2
tíma, var hjá þeim framundir morgun. Þá höfðu þeir fengið
skýrslu um mig, og mér var sleppt. Ég var útlendingur, og þeir
voru hræddir um skemmdarverk.
Ég held, að ég hafi svo flutt aftur til kerlingarinnar frá
Eistlandi, Madam Rudi í Kusnezkij Most. Skólinn og Pravda
prentsmiðjan voru þarna rétt hjá, en lengra var í Fyrsta flokks
prentsmiðjuna. Í Rússlandi voru þá engin sveinspróf, heldur
gáfu vinnu- eða námsstaðir út vottorð um, að nemendur hefðu
lokið námi í viðkomandi fagi, væru útlærðir fagmenn og færir
um að stunda sína iðn. Eftir hér um bil 2 ár fékk ég vottorðið og
fór að vinna hjá Pravda.
Oft fékk ég bréf, þótt sjálfur væri ég pennalatur. Eitt sinn var
það frá sendiráðinu um að láta vita af sér. Sigrún, systir mín, hafði
skrifað þeim, farin að óttast um mig.[15] Bréf að heiman voru um
Landamærabrúin á Rajajoki-ánni en
þar voru landamæri Finnlands og
USSR til 1940.