Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 42
40
en þar er farið yfir á vesturbakkann. Þar aðeins neðar sést heim
að Fornahvammi. Nú stendur aðeins ein bygging þar uppi sem
þjónar því hlutverki að vera gangnamannahús fyrir Stafholts-
tungnamenn. Upphaflega var húsið byggt sem svínahús. Forni-
hvammur á sína sögu eins og aðrir slíkir staðir. Hún verður ekki
rakin hér, aðeins stiklað á nokkrum atriðum.
Í Jarðabók Árna og Páls segir m.a. um Fornahvamm: „Forne
Hvammur, forn eyðijörð. Liggur undir beneficium Hvamm í
Norðurárdal. Hefur í auðn verið næstliðin 22 ár. Átján árum þar
fyrir (eður um það skeið) var hjer á fornu eyðibóli lítilfjörlig bygð
uppreist, en hvað mörg hundruð ár áður hafði það í auðn verið,
veit enginn að segja. Þá stund, sem bygðin átti að heita viðhjeldist,
lá kotið öðruhvörju í auðn, tvö ár í bili eður lengur.“ Síðar segir
svo: „Þessar sakir telja menn til eyðileggíngarinnar: Átroðníng af
verfólki mest. Ágángur af fjallpeníngi. Oflángur kirkjuvegur og
vetrarríki. Byggja má hjer aftur, ef nokkur þá tvo síðari ókostu
þolir, en getur hinum af hrundið.“
Þá er í Jarðabókinni getið um Hlíð og segir svo í Jarðabókinni.
„Hlijdarkot, öðru nafni Hvassárhlijd, þriðja nafni Hlijdarende.
Nýtt hjáleigutetur. Bygt fyrst í Sveinatúngu landi 1677 þar sem
aldei hafði fyrri bygð verið; varaði bygðin í ár alleina, þó ekki
fult.“ Þessi bær stóð handan Hvassár. Þar mun hafa verið búið af
og til. Í Hlíð ólst upp fræðimaðurinn Sighvatur Grímsson Borg-
firðingur en hann ól aldur sinn lengst á Höfða í Dýrafirði.
Árið 1831 lét Fjallvegafélagið reisa sæluhús í Fornahvammi.
Býli var reist og búseta var tekin upp 1845 en ekki mun það hafa
varað samfellt. Talið er að búseta hafi verið samfelld frá 1853 til
1977. Gistiþjónusta er talin byrja þar 1883 og stóð til 1976. Ríkis-
sjóður keypti jörðina árið 1926. Þá var reist gistihús í Fornahvammi
til öryggis fyrir ferðafólk og það rekið með ríkisstyrk. Jóhann
Jónsson frá Galtarholti var þá kominn í Fornahvamm og mun
hafa verið þar til 1946. Það ár var svo byggt við húsið, veitingasal-
urinn stækkaður og herbergjum komið fyrir á efri hæðinni þar
yfir. Þá tekur Páll Sigurðsson við Fornahvammi. Hann varð mjög
þekktur bæði sem áætlunarbílstjóri, hótelhaldari og hestamaður.
Hann fór frá Fornahvammi 1957 og þá í Varmahlíð í Skagafirði.
Þá komu hjónin Gunnar Guðmundsson og Lilja Pálsdóttir að
Fornahvammi og voru þau í Fornahvammi til 1970. Auk þess að