Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 75
73
suðurmaður hefur sjálfsagt undirbúið síðari Vínlandsfara undir
víngerðina og leiðbeint þeim hvernig þeir ættu að standa að
verki þegar þeir kæmu til fyrirheitna landsins. Karlsefni tók hins
vegar ekki í mál að fara norður með Þórhalli eins og sagan seg-
ir. Þvert á móti fór Karlsefni lengra suður, enda megintilgangur
ferðar hans að leita landkosta þar sem tíðarfar hentaði mönnum
hans og búsmala vel og þar sem gæti orðið upphaf landnáms
norrænna manna, vina og ættingja. Þessa var auðvitað fremur að
vænta á suðlægari slóðum, eðli málsins samkvæmt.
Á meðfylgjandi uppdrætti aftan við þessi skrif eru merkt þrjú
svæði með hringjum þar sem líklegt er að Tyrkir hafi getað fund-
ið vínberin forðum og á einhverju þeirra sé því Vínlands Leifs
að leita. Trúverðugt verður að telja að tilgáta Páls Bergþórssonar
um Vínland við Lárentsfljót í grennd við Quebecborg sé líkleg,
en til álita koma einnig svæðin inn af Hitaflóa (Chaleur Bay)
og við botn Miramichi-fjarðar vestur af Játvarðsey, en á báðum
þessum svæðum hafa fundist villt þroskuð vínber.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið fjallað um Vínlandsferðir og
Vínlandssögurnar tvær, Eiríkssögu rauða og Grænlendingasögu,
og lagt leikmannsmat vínbónda á hvort og hvernig vínviður
og vínþrúgur falla inn í þá mynd sem sögurnar greina frá.
Villtur vínviður vex í dag á því eða þeim svæðum sem líkleg-
ast er að Vínland hafi verið og gerði vafalítið einnig á tímum
Vínlandsferðanna. Fullvíst er að vínviður var þarna á 16. öld
þegar Cartier var þar á ferð. Líklegt verður að telja að þrúg-
ur þessa vínviðar hafi verið af þeim gæðum að úr þeim hafi
Vínlandsfararnir getað gert sitt eigið vín, enda þær notaðar til
víngerðar að einhverju marki enn í dag. Forsendur að þessu leyti
voru því til staðar.
Tyrkir suðurmaður, sem fann vínberin, þekkti vínber vel frá
æskustöðvum sínum í Evrópu og kunni því til verka. Þekking á
vínþrúgum og víngerð var því til staðar. Hann hefur jafnframt
gert sér grein fyrir, vegna þekkingar sinnar og reynslu, að eina
leiðin til að koma vínberjum óskemmdum heim til Grænlands
væri að gera úr þeim vín sem auðvelt væri að flytja í hentugum
ílátum (vatnsbelgjum eða vatnskeröldum), sem vafalítið voru