Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 118
116
grjóti. Halldór kom oft út eftir til mín að rabba við mig. Ég var
þá orðinn kommúnisti, og svo var einnig með son hans Hjört,
og hann var í vandræðum með Hjört. Halldóri var meinilla við
kommúnismann, en hann rabbaði um pólitík og daginn og veg-
inn við mig, skemmtilegur karlinn og hlýlegur. Hann borgaði
vel, en ég sagði upp, því þetta gekk ekki neitt að slá hjá honum,
og ég sagðist vera hættur. Hann tók því vel. Ég fór að vinna
hjá kaupfélaginu, þá var verið að byggja sláturhúsið þarna, og
Kristmundur Jónsson var kaupfélagsstjóri, faðir Mörtu, konu
Guðmundar Vigfússonar frá Hrísnesi.
Til sjós var ég mest á trillum, en 1931 á mótorbátnum Geir ST
Fimmti bekkur MR 1933 á Kirkjubæjarklaustri. Aftasta röð, talið frá vinstri:
Valdimar Sveinbjörnsson, Ingi H. Bjarnason, Zóphonías Pálsson, Thor Jen-
sen Hallgrímsson og Hörður Jónsson; þriðja röð: Pétur Kristinsson, Kristján
Jóhannesson, Þórarinn Guðnason, Vagn E. Jónsson, Eymundur Magnús-
son, Kjartan Guðmundsson, Oddur Ólafsson, Sigurður E. Ingimundarson,
Unnur Jónsdóttir og Helgi Bergsson; önnur röð: bílstjóri ónafngreindur, Lár-
us Pálsson, Hermann Einarsson, Eyþór Dalberg, Pálmi Hannesson, rektor,
Friðrik Diego, Ólafur Sigurðsson; fremsta röð: Eiríkur Briem, Ágústa Jóhanns-
dóttir, Dagný Ellingsen, Nanna Ólafsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Elín Davíðs-
dóttir og gömul kona.