Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 134
132
bit, „chorni kleb,“ svart brauð,
og „beli kleb,“ hvítt brauð. Ég
kom aldrei heim til Eggerts,
hafði ekki hugmynd um, hvar
hann bjó, en hann heimsótti
mig og var alltaf einn, Guðrún
(Gógó) kom aldrei, þó bjó hún
í Moskvu með honum. Aldrei
leit ég á Eggert sem njósnara,
en norskur kommúnistaforingi,
Arvid Hansen, á að hafa sagt um
Eggert: „Han er Komintern tror,
og kanskje litegrann mer.“[13]
Þetta sagði Brynjólfur mér og
hló; Eggert fylgdi þeim í gegn-
um þykkt og þunnt. Einar og
Brynjólfur komu sumarið 1935
til Moskvu á þing Kominterns,
og við Benjamín heimsóttum þá á Hótel Internationalnaja neðst
í Gorkístræti. Þar héldu þeir til; við drukkum hjá þeim líkjör og
þótti gott. Þá sagði Brynjólfur okkur, að hann hefði alltaf verið
feiminn. Brynjólfur var húmoristi, þótt lítið bæri á. Einar var
opnari, elskulegur maður.[14]
Eftir tvær vikur á Lux útvegaði Eggert mér herbergi, en þar
var ekki kynt upp og allt í snjó. Ég komst þá inn hjá eistlenzkri
kerlingu, E. Rudi í Kusnezkij Most g. 1/8, nokkra tugi metra
frá Bolshoi-leikhúsinu. Most merkir bryggja, svo uppá íslensku
gat gatan heitið Smiðsbryggja. Þetta er alveg í miðborg Moskvu.
Ágætt var hjá Madam Rudi, stór ofn, og ég var þar lengi. Ekki
man ég lengur skírnarnafnið hennar, hún var alltaf kölluð
Madam Rudi. Hún talaði lélega rússnesku, babblaði bara, og ég
lærði ekkert í rússnesku af henni, en eitt orð í eistnesku lærði
ég, „gurat“, sem merkir andskotinn. Hún hafði í heimalandi sínu
verið gift byltingarsinna og þau orðið að flýja land, um svipað
leyti og Eistland varð sjálfstætt eftir fyrra stríð.
Bezti félagi minn á skólanum var Dimitri Piterskij, kallaður
Mitja; hann var etsari í prentsmiðjunni. Fór oft heim til hans
og foreldra hans, og þau heimsóttu mig á heilsuhælið, þegar ég
Dimitri Piterskij.