Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 47

Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 47
45 verður þröskuldur á vetrum bæði vegna hálku og snjóa. Þarna þyrfti tvímælalaust að flytja veginn. Þegar komið er rétt upp fyrir Norðurárbrekkuna kemur kröpp beygja á veginn til norðurs og heitir hún Biskupsbeygja. Mér hef- ur verið sagt að Norðurleiðarbílstjórar hafi komið að biskupnum yfir Íslandi þar sem hann var með bílinn sinn fastan þarna. Þetta mun hafa verið snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þá var beygj- an á gamla veginum sem var mun lægri en í dag og til viðbótar slakki í. Því kom alltaf snjór þarna um leið og snjó festi. Norðan Biskupsbeygjunnar er tjörn á hægri hönd sem heitir Krókatjörn. Lækur fellur úr tjörninni í Norðurá. Í tjörnina fellur lækur sem kemur norðaustan úr hæðunum úr vatni sem heitir Krókavatn. Bleikja er í Krókavatni og ekki örgrannt um að silung- ur finnist einnig í Krókatjörn þó að ég viti ekki til að veiði sé neitt stunduð þar. Þegar komið er norður fyrir Krókatjörn er vegurinn beinn nokkurn spöl, kallaður Flóinn. Fram undan er Hæðarsteinsbrekk- an. Vegurinn upp brekkuna liggur á brúninni niður að Norðurá. Nafnið dregur brekkan af stórum steini sem er nokkurn spöl austan við þjóðveginn. Við steininn má sjá gamla götuslóða enda mun leiðin til forna hafa legið þarna. Þá er steinninn merkja- punktur á milli Stranda- og Mýrasýslu. Í Ævisögu Sigurðar Ingj- aldssonar frá Balaskarði (f. 1845, d. 1933) segir hann frá fyrstu ferð sinni yfir Holtavörðuheiði ásamt hópi manna sem var að fara til sjós á Suðurnesjum. Gistu þeir á Óspaksstöðum í Hrútafirði. Þar fóru þeir eldri að segja: „„Það verður gaman að lifa á morgun, ef við getum farið heiðina, því það eru svo margir, sem ekki hafa farið suður áður, og má því dæma þá hjá Hæðarsteini.“ Ég [Sig- urður] spyr, hvernig þetta sé. Þeir segja, að það séu gömul lög, að ef einn sé eða fleiri, sem ekki hafi farið suður áður, að þegar kom- ið sé að Hæðarsteini, sem sé efst í heiðarsporðinum, þá eigi hver að koma með brennivínspott eða sauðarsíðu og gefa öllum hópn- um, en geti hann það ekki, þá sé hann dæmdur. En dómurinn er: Að hann á að láta teyma sig þrisvar rangsælis í kringum steininn.“ (Bls. 80.) Ég er reyndar sannfærður um að mun betra væri að þjóðveg- urinn lægi hjá steininum hvað snjóalög snertir og eins að þar yrði brekkan ekki eins brött.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.