Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 47
45
verður þröskuldur á vetrum bæði vegna hálku og snjóa. Þarna
þyrfti tvímælalaust að flytja veginn.
Þegar komið er rétt upp fyrir Norðurárbrekkuna kemur kröpp
beygja á veginn til norðurs og heitir hún Biskupsbeygja. Mér hef-
ur verið sagt að Norðurleiðarbílstjórar hafi komið að biskupnum
yfir Íslandi þar sem hann var með bílinn sinn fastan þarna. Þetta
mun hafa verið snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þá var beygj-
an á gamla veginum sem var mun lægri en í dag og til viðbótar
slakki í. Því kom alltaf snjór þarna um leið og snjó festi.
Norðan Biskupsbeygjunnar er tjörn á hægri hönd sem heitir
Krókatjörn. Lækur fellur úr tjörninni í Norðurá. Í tjörnina fellur
lækur sem kemur norðaustan úr hæðunum úr vatni sem heitir
Krókavatn. Bleikja er í Krókavatni og ekki örgrannt um að silung-
ur finnist einnig í Krókatjörn þó að ég viti ekki til að veiði sé neitt
stunduð þar.
Þegar komið er norður fyrir Krókatjörn er vegurinn beinn
nokkurn spöl, kallaður Flóinn. Fram undan er Hæðarsteinsbrekk-
an. Vegurinn upp brekkuna liggur á brúninni niður að Norðurá.
Nafnið dregur brekkan af stórum steini sem er nokkurn spöl
austan við þjóðveginn. Við steininn má sjá gamla götuslóða enda
mun leiðin til forna hafa legið þarna. Þá er steinninn merkja-
punktur á milli Stranda- og Mýrasýslu. Í Ævisögu Sigurðar Ingj-
aldssonar frá Balaskarði (f. 1845, d. 1933) segir hann frá fyrstu
ferð sinni yfir Holtavörðuheiði ásamt hópi manna sem var að fara
til sjós á Suðurnesjum. Gistu þeir á Óspaksstöðum í Hrútafirði.
Þar fóru þeir eldri að segja: „„Það verður gaman að lifa á morgun,
ef við getum farið heiðina, því það eru svo margir, sem ekki hafa
farið suður áður, og má því dæma þá hjá Hæðarsteini.“ Ég [Sig-
urður] spyr, hvernig þetta sé. Þeir segja, að það séu gömul lög, að
ef einn sé eða fleiri, sem ekki hafi farið suður áður, að þegar kom-
ið sé að Hæðarsteini, sem sé efst í heiðarsporðinum, þá eigi hver
að koma með brennivínspott eða sauðarsíðu og gefa öllum hópn-
um, en geti hann það ekki, þá sé hann dæmdur. En dómurinn er:
Að hann á að láta teyma sig þrisvar rangsælis í kringum steininn.“
(Bls. 80.)
Ég er reyndar sannfærður um að mun betra væri að þjóðveg-
urinn lægi hjá steininum hvað snjóalög snertir og eins að þar yrði
brekkan ekki eins brött.