Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 65
63
fyrir hana, eða hennar afkomendur, að rekja þá sögu með sama
hætti og hennar eigin sögu. Hafi Grænlendingasaga verið skrif-
uð á undan Eiríkssögu eins og sumir fræðimenn ætla, er ekki
ólíklegt að höfundur Eiríkssögu hafi af ásettu ráði farið fljótt yfir
sögu Leifs, bræðra hans og annarra félaga þeirra. Hugsunin jafn-
vel verið sú fyrst og fremst að bæta og gera frásögnina af Guðríði
og Karlsefni fyllri en Grænlendingasaga greindi frá.
Með hliðsjón af framansögðu mætti ætla að höfundar
Vínlandssagnanna hafi haft trausta heimildarmenn, sem m.a.
voru líklega afkomendur Guðríðar og Karlsefnis eins og áður
getur. Ósamræmið má hugsanlega skýra með því að höfundarnir
hvor um sig hafi einfaldlega haft mismunandi ásetning og/eða
tilgang með ritun sagnanna.
Misskilnings eða ónákvæmni gætir þó greinilega hjá þeim í
mörgum atriðum og jafnvel vanþekkingar og má í því sambandi
benda á nokkur dæmi:
– Í Eiríkssögu er Leifur sagður hafa lent í hafvillum á leið
frá Noregi til Grænlands og þá fundið Vínland. Ekki er
í Eiríkssögu minnst á sérstaka leitarferð Leifs að löndum
þeim sem Bjarni Herjólfsson fann/sá (Labrador) að því er
Grænlendingasaga segir. Með ólíkindum er að höfundar
sagnanna, eða heimildarmenn þeirra, hafi ekki vitað um
meginstaðreyndir í þessum efnum.
– Grænlendingasaga segir frá sérstakri ferð Þorvaldar Eiríks-
sonar til Vínlands eftir ferð Leifs, en áður en Karlsefni fór
í sína ferð. Þorvaldur lét lífið í þeirri ferð og hefur því ekki
verið með í ferð Karlsefnis nokkrum árum síðar, eins og
Eiríkssaga greinir. Þorvaldur gefur Kjalarnesi nafn af sér-
stöku tilefni segir Grænlendinga saga, en Eiríkssaga nefnir
ekki Þorvald á nafn í sambandi við nafngift Kjalarness, segir
aðeins að þeir Karlsefni hafi þangað siglt og róið þar í land,
á leið sinni suður til Straumfjarðar og fundið skipskjölinn
sem Þorvaldur er sagður hafa misst í skipsstrandi sínu í sinni
merku könnunarferð og Grænlendingasaga greinir ítarlega
frá.
– Grænlendingasaga segir ekki frá ferð Karlsefnis til Straum-
fjarðar og Hóps og gefur jafnvel í skyn að hann hafi ekki