Strandapósturinn - 01.06.2009, Blaðsíða 125
123
ekki nasisti. Friðjón Sigurðsson, mjög lítið fór fyrir honum,
dux í stærðfræðideildinni, skrifstofustjóri Alþingis, líka góður í
tafli; og Ólafur Siggeirsson, feiminn, hlédrægur eins og þarna á
myndinni, söng glunta, vann einnig hjá Alþingi eins og Friðjón,
og þá er hringnum lokað. Fyrir tilstilli Lárusar fékk ég að koma
á 5 ára bekkjarsamkomur, þær stóðu fram yfir 1960 a. m. k., og
hópmyndir eru til og kvikmynd frá Þingvallaferð.
Veikindi Dagnýjar komu snöggt, hún virtist heilsuhraust í
skóla.[7] Hún var frábær í námi, en það var Katrín líka og hefði
getað orðið dux, en Dagný vildi verða það og varð dux, munaði
kommu! Þær voru báðar stúdentar 18 ára, og það var Unnur
líka, hún var yngst í bekknum; aðeins Gunnar var yngri. Dagný
var afar róttæk, vann með Petrínu Jakobsdóttur í ungliðahreyf-
ingunni. Góður andi var í bekknum, þrátt fyrir pólitíkina, allur
árgangurinn var samheldinn. Dagný, Lárus, Magnús, Nanna,
Þórarinn, Páll Leví og ég og með okkur Kjartan, Kristján, Helgi
og eiginlega Elín, Katrín og svo Unnur með annan fótinn, við
vorum rauði bekkurinn og áberandi fólkið í bekknum. Í stærð-
fræðideildinni voru það Sigurður Guðmundsson, Hermann,
Ingi, Eiríkur, Friðrik Diego, – Pálmi var andskoti róttækur úti
Prentmyndaskólinn í Moskvu.